Úrval - 01.11.1975, Síða 103

Úrval - 01.11.1975, Síða 103
ÆVINTÝRI H.C. ANDERSENS 101 inn þekktur, var hann samt mildari í hjarta sínu en nokkru sinni fyrr. Meisling stöðvaði hann eitt sinn á götu og bað hann að fyrirgefa sér, hvernig hann hafði leikið hann. And- ersen fyrirgaf honum og huggaði hann. Konungurinn sendi eftir honum — sá sami, sem hafði ráðlagt honum að snúa sér að rennismíði — var raunar að- eins krónprins þá — og lét í það skína, að Andersen gæti vænst fyrirgreiðslu konungs. Skáldið svaraði: „Yðar há- tign, ég hef nokkrar tekjur sjálfur.“ Og þar á ofan átti hann hylli alls heimsins. Hann var nú orðinn svo þekktur, að börnin flykktust alls stað- ar um hann, hvar sem hann fór. Ævintýri hans voru þýdd á fleiri tungumál en nokkurt annað verk, að Biblíunni undantekinni. Tekið var á móti honum við allar hirðir Evrópu og hengd á hann æðstu heiðursmerki. Hinir miklu rithöfundar samtímans, frá Dickens til Victors Hugo, viður- kenndu hann sem jafningja, og meðal þessara fínu fugla komst hann að þeim sannleik, að „ekki sakar þann að vera fæddur í andagarði, sem í svanseggi hefur legið.“ Mesti hamingjudagur ævi hans var þó, þegar hann sneri aftur til „anda- garðsins“ sem sigurvegari, nærri 50 árum eftir að hann yfirgaf hann. Óð- insvé stóðu upp á endann til þess að fagna skósmiðssyninum, konungi æv- intýrsins. Fólkið söng ljóðin hans og hrópaði húrra fyrir honum; um kvöld- ið safnaðist fólkið saman með logandi kyndla undir glugganum hans og kall- aði hann fram. Pað, sem hann á þeirri stundu fann djúpt í hugskoti sínu, sem svo lengi hafði orðið að láta sér ein- manaleikann lynda, verður best sagt með hans eigin orðum: „Til guðs og manna: Mína þökk, mína ást.“ ☆ í niðurlagi ævisögu sinnar, „Mit livs Eventyr“, minnist H.C. Ander- sen með sérlegri þakklátssemi á ritgerð dr. Gríms Thomsens í „Dansk Maanedsskrift“ (1855), er hann samdi, þá er safnútgáfa ritverka Ander- sens var nýútkomin. Grímur Thomsen hafði ávallt unnað mjög skáld- skap Andersens og tekið svari hans. Pess ber og að geta, að þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson hafði frá því fyrsta hinar mestu mætur á ævintýr- um Andersens. Ævintýrið „Toppen og Bolden“ ummyndaði hann í ís- lenskt ævintýri „Leggur og skel“ og er það kunnugra en frá þurfi að segja, hve meistaralega það er gert. Úr formála að Ævintýrum og sögum H.C, Andersens.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.