Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
Fæðingarstaður H.C. Andersens í Óðinsvéum.
klápur, það er ekkert gaman við þig
að fást. Pér er óhætt að trúa mér; ég
segi þér til syndanna, sá er vinur, sem
til vamms segir. Láttu nú sjá, verptu
eggjum eða lærðu að mala eða gneista.“
1 Ljóta andarunganum segir H.C. And-
ersen sína eigin ævisögu með elsku-
legri danskri kaldhæðni.
En honum gekk hægt að læra að
skilja sjálfan sig. Svo árum skipti hélt
hann áfram að semja söguljóðin sín,
hástemmdar skáldsögurnar og harm-
leikina — en allt þetta má nú heita
gleymt. Hver sneypan fylgdi annarri,
og hverju sinni var honum það gríðar-
legt áfall.
Fyrstu ævintýrin hans komu út
1835, næstum af tilviljun, og enginn
vænti sér neins af þeim. En börnin
lásu þau og báðu um fleiri. Full
ákefðar drógu þau hann burtu frá
þeirri braut, sem átti sér ekkert enda-
mark, og nú hófst hann fyrir alvöru
handa um það, sem átti að verða ævi-
starf hans. „Nú kafa ég mér sjálfum
í brjóst, finn hugmynd fyrir fullorðna
og segi hana börnum — sífellt minn-
ugur þess, að pabbi og mamma hlusta!“
Næstu 37 árin kom um hver jól út
nýtt bindi af ævintýrum H.C. And-
ersens, og samanlagt urðu þau fágæt-
ur sjóður ímyndunarafls og sannleika,
angurværrar fegurðar og gáskafullrar
kaldhæðni. Aldrei áður hafði verið
sagt frá á þennan hátt.
Pótt H.C. Andersen væri nú orð-