Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
ur á leiði fátældingsins, þar sem tann-
jurtin beiska greri, en henni veittist
engin hvíld né ró, og þegar hún dans-
aði inn að opnum ldrkjudyrunum, sá
hún þar engil í síðum klæðum fann-
hvítum og með vængi, sem náðu frá
öxlum ofan til jarðar. Svipurinn á
ásjónu hans var strangur og alvarleg-
ur og í hendi sér hélt hann á breiðu,
leiftrandi sverði.
„Dansa skaltu,“ sagði hann, „dansa
á rauðu skónum þínum, þangað til þú
verður helbleik og köld, þangað til
hörund þitt skorpnar og þú verður að
visinni beinagrind. Dansa skaltu frá
einu húsi til annars, og þar sem dramb-
lát hégómabörn eiga heima, skaltu
berja á dyr, svo að þau heyri til þín
og hræðist þig. Dansa skaltu, dansa
(C
„Vægð, vægð!“ æpti Katrín. En hún
heyrði ekki, hverju engillinn svaraði,
því skórnir báru hana út um sálu-
hliðið og út á víðavang, um allar jarð-
ir, — og alltaf varð hún að dansa.
Einn morguninn dansaði hún fram
hjá húsdyrum, sem voru henni vel
kunnugar. Fyrir innan hljómaði sálma-
söngur, og þar var hafin út kista blóm-
um þakin. Pá vissi hún, að frúin
gamla var dáin, og fann það, að hún
var af öllum yfirgefin og fordæmd af
engli drottins.
Og hún dansaði og varð að dansa,
— dansa um niðdimma nóttina.
Skórnir báru hana yfir þyrna og trjá-
stubba, svo að hún varð öll blóðrisa.
Hun dansaði yfir móana, þangað til
hún kom að einu litlu afskekktu húsi.
Par vissi hún, að böðullinn átti heinia.
Hún drap með fingrinum á glugga-
rúðu og sagði: „Komdu út, komdu út.