Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 91
NIXON: TRÚNAÐARBROT
ríkið. Pótt hvert kerfi hefði sína eig-
in innviði, sem réðu gerð þess, þrýstu
þau að ríkinu öll saman, veittu því
bæði líf og afl og færðu það líka í
eina eða aðra stefnu. En ríkið átti
ekki rætur í þessum hring kerfa held-
ur í trú. Trú og traust er grundvöllur
allra ríkja, frjálsra ríkja og einræðis-
ríkja. Ekkert ríki getur staðið án trú-
ar.
Hinn raunverulegi glæpur Richards
Nixons var, að hann braut trúnað
þann, sem bindur Bandaríkin saman,
og fyrir þetta var hann sviptur völd-
unum.
Hann braut gegn þeirri mikilvægu
trú og því trausti, að einhvers staðar
í þjóðlífi Bandaríkjanna væri að
minnsta kosti einn maður, sem fylgdi
lögum. Trúin var, að allir menn væru
jafnir gagnvart lögum og verndaðir af
lögum. Trúin hermdi, að hversu sem
brotið væri gegn henni í öðru með
ljótri „málamiðlun" í daglegu lífi, bá
mundi á einum stað, það er að segja
í forsetaembættinu, réttlætinu verða
fullnægt án hleypidóma, án illgirni og
án möguleika á prettum.
Séu menn ekki sáttir við, að Nixon
sé geysilega grófgerður maður, verða
menn að spyrja, hvernig hann gat þol-
að það, sem hann gaf heimild til að
gert væri, og það, sem hann frétti, að
gerðist í stjórn hans. Svarið fæst að-
eins með því, að menn hugsi sér, að
hér hafi verið maður, sem gat ekki,
begar hann var full vakandi, viður-
kennt manninn, sem hann hitti fvrir
í martröð sinni í svefni, þann, sem
89
var utan garðs, einmana og varð und-
ir í baráttunni.
„Peir“ voru á móti honum alla tíð,
frá ríku strákunum í Whittier-skólan-
um til hinna andstæðu kerfismanna,
sem hæddu hann í forsetaembætti.
Valdi hans sem forseta var ögrað í
fjölmiðlum, af upphlaupsmönnum, þing
inu og menntamönnum. Vægðarleysi
hans, hefndarþorsti og kvikindisskap-
ur voru einkenni manns, sem hafði
svo lengi litið svo á, að hann hefði
orðið undir, að hann gat ekki gert
greinarmun á raunverulegum óvinum
og ímynduðum.
Pegar ég spurði Elliot Richardson
síðar, hvað hefði farið úrskeiðis, svar-
aði hann: „Hann gat aldrei sætt sig
við, að hann væri forseti Bandaríkj-
anna. Ef þú ert forseti, þá eru engit
„þeir“. Forsetinn þarf að líta svo á,
að hann sé fremstur af „okkur“.“
Frá miðjum apríl 1973 til endalok-
anna laug forsetinn og hélt áfram að
Ijúga. f lygum hans kom ekki ein-
ungis fram bræðin gegn þeim, sem
voru á hælum hans til að eyðileggja
hann heldur þvarr trú bandaríkja-
manna á heiður forsetans smám sam-
an, svo að ekki varð aftur snúið.
Hann vissi, hvað hann var að gera,
því að hann skírskotaði hvað eftir
annað til „dulúðinnar" umhverfis
embætti sitt til að komast áfram. Fátt
í öllum upptökunum sýnir betur,
hvernig ástandið var, en orðræður í
einum af síðustu samtölunum við Bob
Haldeman, sem á bandi eru. Petta er
símtal 25. apríl 1973, þegar vörn