Úrval - 01.11.1975, Page 79

Úrval - 01.11.1975, Page 79
NIXON: TRÚNAÐARBROT 77 öllu, en hann hafði sagt Petersen, að játaði hann á sig lögbrot vegna yfir- hylmingarinnar, til samkomulags við saksóknara, yrði hið sama að gilda um Haldeman og Ehrlichman. Pannig hafði ráðagerð Nixons og félaga á laugardaginn farið gersamlega í hund- ana. TAPAR STJÓRN. Einu sinni enn glímir forsetinn við vandamálið, sem hann hafði ekki getað leyst 21. mars: Hvernig ætti að skýra frá öllu án þess að afhjúpa allt ráðabruggið. Snemma á mánudag krefst hann af- sagnar Deans, en Dean slær hann út af laginu með kröfu um, að Halde- man og Ehrlichman fari þá líka. Nix- on ræðir við Petersen í næstum tvær stundir og skýrir, hvers vegna hraði er mikilvægur við gerð yfirlýsingar um málið. Honum finnst, að „forset- inn eigi að vera í fremstu víglínu“. En Petersen kemu rekki auga á neina leið til þess nema að kasta Haldeman og Ehrlichman. útbyrðis nú þegar. Pannig samþykkir forsetinn opin- berlega yfirlýsingu um Watergate, í algerri ringulreið að því er markmið varðar, morgun og miðdegis hinn 17. apríl, með Petersen, Ziegler, Halde- man og Ehrlichman. Petta var hin fyrsta í röð opinberra yfirlýsinga, sem áttu eftir að verða 15 í allt. Átta blaðamannafundir áttu eftir að fara fram, og fjórum sinnum átti Nixon eftir að koma fram í sjónvarpi til að „útskýra“. Pessi fyrsta „skýring“ markaði veg- inn, sem farinn var í hinum næstu á eftir. Nixon viðurkenndi með tregðu það, sem varð að viðurkenna, og af- nam forréttindi embættismanna, svo að þeir gætu borið opinberlega vitni fyrir Ervin-nefndinni. Hann játaði á tvíræðan hátt það, sem ekki varð leng- ur neitað, að hinn 21. mars hefði hann sjálfur „vegna alvarlegra ákæra, sem mér var skýrt frá“, hafið algerlega nýja rannsókn, sem hefði leitt til þeirr- ar niðurstöðu, að hver sá í stjórn hans, sem væri kvaddur fyrir rétt af kvið- dómi, skyldi samstundis sviptur starfi og ætti, að hans dómi, ekki að njóta neinnar friðhelgi gagnvart saksókn. Forsetinn hafði varpað í hendur rétt- vísinnar þeim Mitchell, Dean og Ma- gruder og jafnframt hinum lægri, sem skriðu um í neðanjarðarhreyfingunni. Hann var enn ekki reiðubúinn að ganga jafnlangt gagnvart Haldeman og Ehrlichman. Með því að halda hlífi- skildi yfir þeim, var hann að brjóta lögin frekar og brjóta gegn einföldum siðalögmálum. Hann hét Petersen því hinn 16. apríl, að allt, sem Petersen hefði sagt honum, meðal annars, að Petersen langaði að sækja Haldeman og Ehrlichman til saka, skyldi fara leynt. Ekki liðu margar mínútur, áð- ur en hann braut þetta loforð og skýrði mönnunum tveimur frá vand- ræðum þeirra og hans sjálfs. Pá komst Petersen að því síðdegis föstudaginn 27. apríl, að New York Times ætlaði að birta frétt, þar sem því var haldið fram, að vitnisburður Deans flækti forsetann í vef glæpa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.