Úrval - 01.11.1975, Side 90

Úrval - 01.11.1975, Side 90
88 ÚRVAL lægður, ekki með afhöfðun í White- hall, eins og var um Karl I. Breta- kóng, heldur svona, á þennan hátt, þar sem smáatriðanna var gætt. Grein I fjallaði um að hindra fram- gang réttvísinnar. Pað varð þögn, og svo sagði Rodino: „Ritarinn mun skýra frá,“ og ritarinn sagði „Tuttugu og sjö hafa sagt já, ellefu nei.“ Mánudaginn samþykkti nefndin grein II, um misnotkun valds, og á þriðju- daginn grein III, að hafa hunsað kröf- ur nefndarinnar um sönnunargögn. Þá hafði innra varnarlið forsetans í Hvíta húsinu heyrt upptökurnar frá 23. júní 1972, og mennirnir í þessu liði höfðu líka afneitað forsetanum. Nixon neyddist til að afhenda upp- tökurnar, sem höfðu að geyma sam- þykki hans við hugmyndum um að nota CIA til að stöðva rannsókn FBI á Watergatemálinu. Nú varð Nixon að fara frá. Hann tilkynnti afsögn sína 8. ágúst og hélt til San Clemente næsta dag. „Ég horfði á,“ sagði uppgjafarher- maður frá Víetnam, sem sá Nixon stíga um borð í þyrlu sína á grasblett- inum við Hvíta húsið, „og það var rétt eins og í stríðinu. Hann var einn af þeim mönnum, sem við settum í nlastpoka og sendum burtu. Hann var húinn að fá nóg. Hann hafði verið skotinn milli augnanna. Hann var dauður, áður en hann vissi af bví.“ Á hádegi þennan dag missti Nixon forsetatign. Pá var hann í flugvél ?inhvers staðar yfir Illinois eða Miss- ouri. Hann var staddur yfir því svæði, sem hafði verið kallað hjarta Mið- Bandaríkjanna, sem hafði alltaf ver- ið festa hans í stjórnmálunum, og í víðari merkingu höfðu millistéttar- menn „Mið-Ameríku“, verið kjölfesta hans, sem hann hafði svo svikið frem- ur en nokkur annar forseti Bandaríkj- anna. TRÚNAÐARBROT. Það hafði orð- ið algengt, að sagt væri, þau tvö ár, sem verið var að reka Nixon úr valda- stóli, að „bandaríska kerfið verkaði“. Þessi kenning olli mér heilabrotum, og árin 1973—74 kom að því, að ég varð að rannsaka, hvað hún þýddi. Því að gæti ég ekki skýrt þetta fyrir sjálfum mér þá væri kvalræði þessara tveggja ára tilgangslaust — aðeins eins og leynilögregla, sem leitar að lyklinum að röð glæpa, illa fram- kvæmds innbrots, sem slæmir menn höfðu skipulagt, og svo vildi til, að þeir voru við völd, þegar glæpurinn var drýgður. Enginn af glæpamönnun- um í Hvíta húsinu hafði auðgast af fjársvikum. Enginn hafði gert sam- særi með erlendu valdi. Allir glæpir þeirra höfðu gerst áður í sögu Banda- ríkjanna, en viðbrögðin voru eins og steypiregn. Þar sem ég leitaði svars við þessari spurningu, fór ég að sjá, að það var ekkert „kerfi“. Grundvöllur ríkis- stjórnar var Bandaríkin sem sltk, og um hann snerust mörg „kerfi“, sem hvert um sig reyndi að notfæra sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.