Úrval - 01.11.1975, Page 69

Úrval - 01.11.1975, Page 69
NIXON: TRÚNAÐARBROT 67 setinn við Key Biscayne og Ehrlich- man í Washington. Magruder var fyrst varaður við. Gordon Liddy hringdi til hans. Samkvæmt fyrirmæl- um Mitchells var Liddy falið að hafa samband við Richard Kleindienst, sem hafði verið skipaður dómsmálaráð- herra eftir afsögn Mitchells hinn 1. mars, og mælast til þess, að ráðu- neytið fengi kosninganefndarmanninn McCord leystan úr haldi. Liddy fann Kleindienst í Burning Tree-klúbbnum í úthverfi Washington, en Kleindi- enst rak hann af höndum sér, reiður yfir tilmælum um pretti. Pannig dó fyrsta aðgerðin í formála yfirhylm- ingarinnar í fæðingu. Síðdegis þennan dag hringdi starfs- maður leyniþjónustunnar til Johns Ehrlichmans til að tjá honum, að lög- reglan hefði fundið skrifbók, sem einn af innbrots„þjófunum“ átti, þar sem nefndur væri starfsmaður Hvíta húss- ins, E. Howard Hunt. „Guð minn góður!“ hefur maður einn eftir Ehr- lichman. „Ég trúi því ekki.“ Ehrlich- man hringdi til Ronalds Zieglers blaðafulltrúa, sem sagði Haldeman og forsetanum í Key Biscayne fréttirnar. Sunnudaginn 18. júní birtist frétt- in í Washington Post. Petta var dag- ur ringulreiðar hjá yfirmönnum „neð- anjarðarhreyfingarinnar“, sem hringdu hver í annan um landið þvert og endi- langt. Einu sinni hringdi forsetinn til Colsons. „Hann var svo reiður,“ sagði Colson síðar, „að hann hafði fleygt öskubakka yfir þvert herbergið, og honum fannst þetta vera hið heimsku legasta, sem hann hefði heyrt. Hann var æfur yfir því, að einhver, sem væri þó ekki nema lauslega tengdur við kosningabaráttuna, hefði verið bendlaður við hlut eins og Watergate- málið.“ Ringulreiðin óx á mánudaginn. Hringt var til Hunts og honum ráð lagt að tæma peningaskápinn sinn. Dean átti fund með Liddy, og Liddy var fullur iðrunar yfir misheppnuðu verki. „Hann sagði mér,“ sagði Liddy, „að hann væri hermaður og mundi aldrei segja frá málinu. Hann sagði, að væri einhver reiðubúinn að skjóta hann, væri hann við því búinn.“ Petta kvöld var fundur haldinn í íbúð Mit- chells. Prír þeirra, sem mættu, voru lögfræðingar, Mitchell, Dean og Ro- bert Mardian, fyrrum aðstoðardóms- málaráðherra. Peir vissu, að það var glæpur, að þeir héldu leyndu, hvað þeir vissu um málið, en það yrði rot- högg á kosningabaráttu Nixons, ef þeir segðu sannleikann. Pað var ekki fyrr en á fimmtudag, að stjórnendur þessa neðanjarðarstarfs gerðu áætlun. Petta var önnur aðgerð- in í forspili yfirhilmingarinnar. Vanda- mál þeirra var FBI, sem hafði rakið seðla innbrots„þjófanna“ til nefndar- innar, CREEP. Enginn nema CIA gæti stöðvað FBI, og enginn nema forsetinn gæti fyrirskipað CIA að stöðva rannsókn FBI. Brýnt er að lýsa rétt atburðarás- inni, eins og hún varð þá, og skap- lyndi Richards Nixons, þegar hann frétti um innbrotið. í sex vikur fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.