Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 16

Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 16
á Krossi segir hann, að verið hafi Eyjólfur, faðir Katrínar, móður Ólafs í Marteinstungu. Hér skjátlast síra Jóni. Eyjólfur Magnús- son, sem síðar segir frá, hefur verið sonur Magnúsar, sonar Magnús- ar á Krossi, enda gæti Eyjólfur sá, sem oft kemur við skjöl, ekki verið fæddur svo snemma, að hann hafi verið sonur Magnúsar á Krossi. Eyjólfur hefur sjálfsagt borið nafn Eyjólfs lögmanns, sjúp- föður Magnúsar Magnússonar, sem gengið hefur honum í föður stað. JÓN MAGNÚSSON Síra Jón í Hrepphólum Egilsson segir, að Jón bóndi á Núpi í Eystrahreppi á fyrri hluta 16. aldar, Magnússon, hafi verið sóttur til allra mála og haldinn hinn vísasti. *) Hann mun líklega vera sá, sem getur í skrá yfir eignir Steinsholtskirkju 1505 og segir þar: „Item lúkti síra Einar Ingimundarson, ráðsmaður í Skálholti, svo mikla peninga kirkjunni í Steinsholti en Jón bóndi tók við Magnús- son......“ Jón gæti þá þegar hafa verið orðinn lögréttumaður, með því að á árunum næstu á undan getur manns í sunnannefnd með því nafni. Mætti ætla, að Jón væri fæddur nálægt 1460. I kaupbréfi gerðu á Ólafsvöllum á Skeiðum 25. júlí 1519 er Jón ,,bóndi“ Magnússon meðal gerningsvotta, og er líklegast að hann sé Jón á Núpi. Það er einnig sennilegt, að það sé Jón á Núpi, sem, ásamt Jóni Hallssyni og Eysteini Brandssyni, er vottur að því í Skálholti 28. marz 1524, að Ögmundur biskup selur Eiríki bónda Torfasyni 15 hundruð í Gröf á Rangárvöllum og 5 kúgildi fyrir Grafarbakka í Hrunamannahreppi. 2) Enn má ætla, að það sé Jón á Núpi, sem 3. janúar 1525 er kaupvottur í Skálholti. 3) 26. júlí 1525, er Ögmundur biskup kaupir Bjarnaneseignir í Hornafirði af Teiti lög- manni Þorleifssyni fyrir Hvammseignir í Dölum, er Jón ,,bóndi“ Magnússon meðal kaupvotta. 4) Jón Magnússon, sem gæti verið Jón á Núpi, kemur við mörg skjöl frá aldamótunum 1500 fram til 1525, bæði á Alþingi og meðal lögréttumanna annarsstaðar, en hæpið er, að það sé hann, sem getur eftir þann tíma í skjölum, sem nú þekkjast. 1) Safn til sögu íslands I, bls. 45. 2) D. I. VIII, 204 3) D. I. VIII, 263 4) D. I. VIII, 274. 14 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.