Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 76

Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 76
.gert til þess, að sandurinn gæti farið út í austanátt, en hann kom að mestu úr norðurátt. Þessir garðar hlífðu mikið, en samt fór sand- urinn innfyrir þá og eyðilagði mikið upptúnið. 1 sterkviðrum barst hann æði oft heim og fyllti þar öll skjól við hús og allar lægðir. Oft og einatt voru það einu jarðabæturnar að hreinsa þann sand burtu. Var það mikið og erfitt átak og endurtók sig oft vor eftir vor. Aldrei slakaði Skúli og lið hans á þessu verki. Síðast hálffyllt- ust öll skjól hér heima 1941. En að lokum sigraði Skúli sandinn með þessari vökulu hugsun, sem undraverða má kalla. Ókunnir .geta ekki látið sér detta í hug þann ofsa og hamagang, sem sand- veðrin voru og sandskaflana, sem eftir þau lágu á túnum og við hús. Ég man enn, hve mikil bakraun og áreynsla var að hreinsa og bera burt sand, og komust þó aðrir sýnu meir í kynni við það. I sandveðrum togfylltist sauðfé, sem var inni í hrauni. Varð að smala því og hrista úr því sandinn. Það var lagt á kláf og nuddað um bakið. Eftir eitt sandveðrið fann ég á, sem var sandkafin upp að hálsi. Hún var dösuð mjög en lifði þó. Fórn pabba var meiri gagnvart sandveðrunum en ella, þar sem hann átti ekki nema einn fjórða úr Keldum. Hin svokallaða Keldna- eign var Keldur, Reynifell, Rauðnefsstaðir og Stokkalækur, sem Guðmundur Brynjólfsson, afi minn, átti. Nú erfðu erfingjar Guð- mundar þessar jarðir, og átti hver þeirra, sem erfði þær, einn fjórða úr hverri þeirra, en að öðru leyti gerðu þeir, eða ábúendur, sem á þeim bjuggu, öll skil, hver fyrir sína jörð sem hún væri hans, því hver þeirra taldist 20 hundruð að fornu mati. Var það svo með þessa sameign jarða til 1924, þá var þeim hreinlega skipt. Þessir ábúendur nefndra jarða voru allir í sameiginlegri ábvrgð með að halda Keldnakirkju sómasamlega við, þó það persónulega mæddi mest á pabba sem formanni sóknarnefndar um margra ára bil. Aldrei hvarflaði það að pabba að gera neina kröfu til hinna eig- enda Keldna gagnvart hinum þrotlausu sandvörnum öll búskaparár hans. Þó verndaðist þessi eign heima á Keldum aðeins fyrir það starf, jörðin ella lagzt í eyði. Þannig bjargaði Skúli annarra verð- mætum líka. Þau Skúli og Svanborg bjuggu á Keldum í hálfa öld. Þau voru bústólpar hreppins, vel metin hvarvetna. Bú þeirra var alltaf nokk- 74 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.