Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 76
.gert til þess, að sandurinn gæti farið út í austanátt, en hann kom að
mestu úr norðurátt. Þessir garðar hlífðu mikið, en samt fór sand-
urinn innfyrir þá og eyðilagði mikið upptúnið. 1 sterkviðrum barst
hann æði oft heim og fyllti þar öll skjól við hús og allar lægðir.
Oft og einatt voru það einu jarðabæturnar að hreinsa þann sand
burtu. Var það mikið og erfitt átak og endurtók sig oft vor eftir
vor. Aldrei slakaði Skúli og lið hans á þessu verki. Síðast hálffyllt-
ust öll skjól hér heima 1941. En að lokum sigraði Skúli sandinn
með þessari vökulu hugsun, sem undraverða má kalla. Ókunnir
.geta ekki látið sér detta í hug þann ofsa og hamagang, sem sand-
veðrin voru og sandskaflana, sem eftir þau lágu á túnum og við hús.
Ég man enn, hve mikil bakraun og áreynsla var að hreinsa og bera
burt sand, og komust þó aðrir sýnu meir í kynni við það.
I sandveðrum togfylltist sauðfé, sem var inni í hrauni. Varð að
smala því og hrista úr því sandinn. Það var lagt á kláf og nuddað
um bakið. Eftir eitt sandveðrið fann ég á, sem var sandkafin upp
að hálsi. Hún var dösuð mjög en lifði þó.
Fórn pabba var meiri gagnvart sandveðrunum en ella, þar sem
hann átti ekki nema einn fjórða úr Keldum. Hin svokallaða Keldna-
eign var Keldur, Reynifell, Rauðnefsstaðir og Stokkalækur, sem
Guðmundur Brynjólfsson, afi minn, átti. Nú erfðu erfingjar Guð-
mundar þessar jarðir, og átti hver þeirra, sem erfði þær, einn fjórða
úr hverri þeirra, en að öðru leyti gerðu þeir, eða ábúendur, sem á
þeim bjuggu, öll skil, hver fyrir sína jörð sem hún væri hans, því
hver þeirra taldist 20 hundruð að fornu mati. Var það svo með
þessa sameign jarða til 1924, þá var þeim hreinlega skipt. Þessir
ábúendur nefndra jarða voru allir í sameiginlegri ábvrgð með að
halda Keldnakirkju sómasamlega við, þó það persónulega mæddi
mest á pabba sem formanni sóknarnefndar um margra ára bil.
Aldrei hvarflaði það að pabba að gera neina kröfu til hinna eig-
enda Keldna gagnvart hinum þrotlausu sandvörnum öll búskaparár
hans. Þó verndaðist þessi eign heima á Keldum aðeins fyrir það
starf, jörðin ella lagzt í eyði. Þannig bjargaði Skúli annarra verð-
mætum líka.
Þau Skúli og Svanborg bjuggu á Keldum í hálfa öld. Þau voru
bústólpar hreppins, vel metin hvarvetna. Bú þeirra var alltaf nokk-
74
Goðasteinn