Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 88
Þórður Tómasson
Sagnir
I. Álfkonubásinn
Á fyrra helrrungi þessarar aldar bjuggu að Drangshlíðardal undir
Eyjafjöllum Jón Bárðarson frá Raufarfelli og kona hans, Elín Kjart-
ansdóttir, orðlögðu rausnar- og myndarbúi.
Jón var starfsmaður mikill og verklaginn. Vegghleðslumaður
þótti hann einn hinn bezti undir Eyjafjöllum, og steinar þeir, sem
hann felldi í hleðslur, voru oft vænir, enda maðurinn ekki krafta-
smár. Sumarið 1917 byggði hann nýtt fjós á bæ sínum, úr völdu
hleðslugrjóti. Pétur Hróbjartsson bóndi á Lambafelli var honum
til aðstoðar við verkið. Lengi dags unnu þeir að því að velta stórurn
mósteini ofan úr brekku og færa í fjósgaflaðið. Fyllti hann upp i
það að stórum hluta. Elín húsfreyja var alin upp í Drangshlíðardal
og vissi, að fleira var þar kvikt en augað sá að jafnaði. Var henni
ógeðfellt, að steinninn skyldi tekinn í bygginguna.
Pétur m.ælti við Elínu, er hann kcm inn frá verki um kvöldið:
„Nú erum við búnir að ljúka miklu dagsvcrki“. Elín svaraði: „Þó
væri það verk betur óunnið“.
Auðir básar voru í nýja fjósinu veturinn eftir, einn næst dyrum
og tveir innan til. Lfm veturinn annaðist Jón Bárðarson um póst-
ferðir milli Garðsauka í Hvolhreppi og Jökulsár á Sólhcimasandi
og var því oft fjarvistum frá heimili sínu.
I einni póstferð Jóns fjölgaði í fjósinu í Drangshlíðardal, bar ein
kýrin fallcgum kvígukálfi. Ekki var honum ætlað langt líf, en úr
hömlu drógst með, að hc-num væri lógað, vegna brottveru Jóns.
86
Goðasteinn