Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 54
Steinþór Þórðarson á Hala:
Samtíningur
I.
DRAUMUR
Það var tveimur nóttum fyrir ofviðrið 18. desember 1960, að mig
dreymdi, að ég gengi frá útidyrum inn ganginn að hurðinni, sem
liggur vestur í geymsluna, opnaði hurðina og liti inn í geymsluna.
Sá ég þá, hvar kvenmaður stóð í suðvesturhorni hennar. Ég þóttist
strax bera þar kennsl á móður mína. Var hún í snáðu pilsi úr heima-
ofnu vaðmáli. Efri hluta hennar sá ég óglöggt. Virtist hún beygja
sig til hálfs yfir eitthvað, þar sem hún stóð. Ég þóttist vita, að hún
var dáin. Ég spurði: „Hvernig líður þér“? „Ekki vel“, svaraði hún.
„Af hverju er það“? spyr ég aftur. „Vírarnir slitnuðu“, var svarið.
Um leið og samtalinu var að ljúka, veik mamma sér að bekk, sem
stendur undir glugga við norðurenda geymslunnar, gegnt því, sem
hún hafði áður staðið. Sá ég hana þá greinilega en þó aldrei glöggt.
Á öðrum degi frá þessum draumi gerði hér ofsaveður af norð-
vestri. Hey, sem hér var úti, vestan við fjárhúsin, reif upp, og kast-
aðist hluti af því á vestustu fjárhúsþekjuna. Vírarnir, sem héldu
ábreiðunni niðri á löninni, slitnuðu. Símalínan, sem lá hér frá hús-
unum í staur, nokkra metra sunnan við þau, slitnaði líka. Var það
þetta, scm mamma var að segja mér?
II.
DRAUMUR
Vorið 1932 andaðist miðaldra bóndi í Suðursveit. Hann lét eftir
sig konu og sex börn, það elzta pilt á fermingaraldri.
Nú bar það til tveimur árum seinna, að mig dreymdi, að ég væri
staddur á heimili hins látna ásamt Benedikt bróður mínum. Varð
52
Goðasteinn