Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 33
lýsing einkum gerð í þeim tilgangi að dylja það, sem óvenjulegt
var í sambandi við hinn nýja erkistól, sem sé, að undir erkibiskup
heyrðu engir lýðbiskupar, svo sem vera bar. Hámarki nær þó lýs-
ingin af sjálfri vígsluathöfninni, er þrír biskupar framkvæmdu, þeir
Drogo biskup í Metz, en hann var hálfbróðir keisarans, og biskup-
arnir í Bremen og Verden. Við vígsluna voru og þrír erkibiskupar,.
einn frá Trier, annar frá Mainz og frá Reims kom Ebó, sá er
heiðurinn átti af fyrstu trúboðstilraununum á Norðurlöndum. Tif
styrktar trúboðinu lét keisarinn Ansgar hafa undir sinni stjórn
klaustrið Thurholt í Flandern, sem gaf af sér góðar tekjur.
Þótt þessar ráðstafanir, að Ansgar tæki forustu um trúboð á
Norðurlöndum, væru á öndverðum meiði við páfabréf Ebós frá
822, virðast þær ekki hafa spillt neinu milli þeirra. Aftur á móti
tóku þeir upp nána samvinnu og skiptu með sér verkum þannig, að’
Ebó tók að sér trúboðið í Svíþjóð og sendi þangað, sem staðgengil,
ungan frænda sinn, Gauzbert að nafni, eftir að hann hafði fengið
biskupsvígslu. Þar með var Danmörk ákveðin sem sérstakt trú-
boðssvæði Ansgars. Tekizt höfðu friðarsamningar með Frönkum
og Dönum árið 831 og vakti það vonir um, að Danir mundu fúsari
að leyfa trúboð í landi sínu, svo að þar mætti einnig rísa kirkja
sem í Svíþjóð.
En nauðsyn var að fá staðfestingu páfa á nýskipun þessari og
þess vegna hélt Ansgar ásamt tveimur þýzkum biskupum og sendi-
manni keisarans til Rómaborgar. Gregor IV. páfi staðfesti hinn nýja
erkistól og trúboðsvettvang Ansgars og veitti hinum nýja erki
biskupi vígslu sína. Með tilliti til páfabréfsins 822 ákvað páfinn.
að þeir Ansgar og Ebó skyldu báðir hafa með höndum trúboð meðal
Norðurlandabúa eða eins og það var orðað, meðal Dana, Svea og
Slava.
Ebó hafði komizt í andstöðu við keisarann og verið varpað í
fangeisi árið 835. Að vísu sat hann ekki lengi þar, en um margra
ára skeið var hann embættislaus og gat því ekki beitt sér að
hugðarefni sínu í trúboðinu. Allt trúboðsstarf á norðurslóðum
hvíldi því næstu árin á þeim Ansgar og Gauzbert. Gauzbert dvald-
ist í Svíþjóð og varð nokkuð ágengt, en trúboð Ansgars féll niður á
þessum árum og er ekki getið að hann hafi heimsótt landið, sem
31
Goðastein/i