Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 90
hagl náðist úr spenunum. Var sá einn kostur fyrir hendi að lóga
henni. Kom Elínu þetta sízt á óvart.
Elín reyndi jafnan að hafa álfkonubásinn í fjósinu auðan og þótti
fremur horfa til óheilla, ef út af því var brugðið.
Sögn frú Elínar Kjartansdóttur.
II. Drukknun Friðriks frá Selskerjum
Friðrik Eyjólfsson prests á Eyri í Skutulsfirði, Kolbeinssonar,
bjó að Selskerjum við Skálmarfjörð í Barðastrandarsýslu, kvæntur
Sigríði Ólafsdóttur frá Stokkanesi.
Jón sonur sr. Björns Hjálmarssonar í Tröllatungu og Friðrik voru
miklir vinir. Jón lærði til prests og varð aðstoðarprestur föður síns.
Hann hafði heitið Friðriki því að tala yfir moldum hans, ef honum
yrði lengra lífs auðið. Friðrik drukknaði í Skálmarfirði á hvíta-
sunnu, i. júní 1829, við flutning spurningabarna til Múlakirkju. Ekki
rak lík hans þar á land. Víkur þá sögunni norður í Kollafjörð: 1
átjándu viku sumars fóru hjónin í Hlíð í kynnisför að Brunngili í
Bitru. Heima í Hlíð var þá stúlka ásamt barni sínu, Högna, er
síðar var nefndur Högni vefari.
I víkinni neðan við bæinn fundu Hlíðarhjónin höfuðlaust karl-
mannslík í þarabrúki. Þau drógu það frá sjó og báru síðan í fjár-
hús ofan við víkina. Að því búnu héldu þau áfram ferð sinni. Ekki
vissi heimastúlkan um líkfundinn. Hún átti ekki rólcga nótt, ókyrrð
eða reimleiki lét svo að sér kveða inni í bænum, að hún hraktist
út á bæjarþröskuld og sat þar með son sinn til morguns.
Enginn þekkti líkið, fyrr en síra Jón var til kvaddur. Hann sá
þegar, að þetta var lík Friðriks frá Selskerjum af silfurhnepptri
treyju, sem það var klætt í. Gat hann svo efnt heit sitt við Friðrik.
Sr. Jón andaðist 11. febrúar 1838 - í sömu víkinni og lík Friðriks
hafði fundizt í. Kom hann þá frá messugerð frá Felli. Hann orti
þessa vísu, er hann sneri heim frá kirkjunni:
88
Goðasteinn