Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 65
Fossinn við Litla-Fossvatn
rétt við kofann, er lind, sem heitir Tjarnarkotslind, og er mjög gott
vatn í henni að allra dómi. í suður er há alda, sem Hádegisalda
heitir, en hádegi frá Tjarnarkoti er á öxlinni rétt fyrir vestan há-
bunguna. Innst við rætur Hádegisöldu er hvammur og kallast
Krikinn; í honum er skúti eða kofi, sem hefur verið hafzt við í.
Hann er kaliaður Hórukofi, og er þarna sæmilegt rúm fyrir þrjá
menn í senn, gott skjól og veðursæld mikil. Nafnið á skúta þessum
er talið stafa af því, að þar hafðist við kona (ekkja) einhverju sinni.
Hafði hún eigi rúm hjá félögum sínum, en var að stunda veiði sér
til bjargar, eins og margir gerðu. Einn af ferðafélögunum hafði farið
til hennar, þegar hann var búinn að ganga frá sínum afla, að hjálpa
henni við sinn hlut, því að maðurinn var góðsamur og kvæntur.
Hafði þá skútinn fengið þetta nafn hjá gamansömum félögum, og
loðir það síðan við hann. Tjaldvatn náði að austan inn að Hlíðar-
endakofa, og var sú vík vatnsins kölluð Vöðull, en fylltist af sandi
(ösku) 1918, og er svo um vatnið til suðurs og vesturs frá Tjarnar-
Goðasteinn 63