Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 60
inntöku, og batnaði mér ekkert við það. Ég píndi mig til að vinna
allt sumarið, en um haustið fór ég til Valtýs Albertssonar læknis í
Reykjavík. Kom þá í ljós, að ég var með geysiháan blóðþrýsting.
Hafði Helgi ekki mælt hann og ég ekki heldur haft hugsun á því
að biðja hann um það. Valtýr hélt, að ég hefði borðað svo mikið
af kjöti, eins og margt sveitafólk. Sagði ég, að ekki væri því að
gegna. Ég er lítið fyrir kjöt og hafði ekki borðað nema svo sem
einn spaðbita á viku um sumarið. Kallaði Valtýr það ekkert kjötát
og skildi ekkert í, af hverju vanheilsa mín stafaði.
I tvo mánuði varð ég að borða þunnan hafragraut, rófur og
hveitibrauð, mjólk og töflur. Með sífelldu töfluáti fór þessi blóð-
þrýstingur þó ekki úr mér, fyrr en eftir fjögur ár.
Þetta var nú einskonar útúrdúr en þó í sambandi við „kerling-
una í Nípunni", sem allir héldu í þann tíð, að væri huldukona.
Og þá er það draumurinn: Það var skömmu fyrir Jónsmessu,
rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina, að ég þóttist vera sofandi uppi
í rúmi - sem og var. Þóttist ég þá vakna við mikinn undirgang úti
á hlaðinu, fara fram úr rúminu og líta út um gluggann. Sá ég þá
mikinn fjölda af sótrauðum hestum standa hlið við hlið á hlaðinu.
Þóttist ég þá klæða mig og fara út. Voru þá allir hestarnir horfnir,
cn í stað þeirra stóðu á hlaðinu óskaplega margir menn, mjög
stórir og herfilega ljótir og með stálhúfur á höfði. Mér varð litið
suður á túnið og sá þá, að allir hestarnir voru þar á beit. Þóttist ég
snúa þangað til að reka þá úr túninu. Varð ég þess þá var, að til mín
stefndi kona. Kom hún skáhallt frá geisihárri og brattri brekku, sem
cr skammt norðvestan við bæinn. Uppi á þessari brekku er allstór
klettastallur eða hamrabelti, sem nefnist Skyggnir. Þegar konan
var í svo sem tveggja metra fjarlægð frá mér, var eins og hún
hvíslaði að mér: „Þú þarft ekki að vera að reka hestana úr túninu,
því þetta er allt sjónhverfingar". En þessi kona var ekki kerlingar-
leg, svona 30-40 ára og í svo fallegum, snjóhvítum og silfruðum
kyrtli, að ég hef ekki séð annað eins í vöku. Hún virtist ganga í
sporin sín, til baka að brekkunni og hvarf þar. Ég fór að íhuga, hver
þessi kona væri. Datt fyrst í hug, að þetta væri Þuríður kona Þorgils-
ar en þóttist þó fljótlega sjá, að svo gæti ekki verið, heldur væri
það „kerlingin í Nípunni" - og þar með var draumurinn búinn“.
18
Goðasteinn