Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 40
Sveinn Rinarsson á Reyni:
Margt býr í þokunni
Það var vornótt, líklega árið 1928 eða '29, að mig dreymdi dá-
lítið einkennilegan draum, sem ég ætla nú að gera heyrum kunnan,
enda oft til þess hvattur af ýmsum, sem ég hefi sagt hann. E11
draumurinn er svona:
Mér þótti ég vera staddur inn við Fosslæk, austanmegin, norðan-
vert við Fossbæi í Mýrdal. Fosslækur fellur með Reynisfjalli, innan-
verðu, á aðra hlið en Langholti og Stafholti á hina. Allt í einu, þar
scm ég sit þarna við lækinn, kemur eins og örskot í huga mér, að
ég eigi að takast á hendur að fylgja Guðrúnu Jónsdóttur, mágkonu
minni, til huldukonu, sem nú hafði tckið léttasóttina. Mér þótti, að
hún ætti heima neðantil í fjallsbrekkunni gegnt svokölluðu Fossseli,
en það er lítil skútabrík vestan lækjarins. I brekkunni, sem áður
getur, eru nokkrir stórir klettar, sem hrunið hafa úr fjallsbiúninni.
Ég hélt af stað eftir þessu hugboði, en þegar ég var kominn
langleiðina á móts við Fosssel, sá ég alit í einu, hvar kona, sem
ég þóttist vita, að væri Guðrún, kom brunandi austur Stafholt i
áttina til mín. Það varð ekki mikið um kveðjur hjá okkur. Við
héldum þegar upp eftir brekkunni til ákvörðunarstaðarins, sem bæði
virtust vita um, en hvorugt sagði orð.
Brátt komum við að ferhyrndum, ílöngum steini, og vissi lengri
kanturinn undan brekkunni til vesturs. Við komum þar að dyrum
á vesturgafli, sunnanverðum, og gengum þegar inn. Gangurinn var
beint inn af dyrunum með suðurhlið og jafnbreiður vídd dyranna.
Við norðurhlið þessa steinhúss var hlaðinn bálki gafla á milli og
var þó ekki of langur fyrir mann að liggja á og sízt breiðari en
svara myndi tveggja manna rúmi, og var þá gólfrúmið talið, aðeins
bálkinn og gangurinn inn af dyrunum.
38
Goðasteinn