Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 72
Svartakrók. Vestan við Skyggnisvatn er gríðarstór og há alda, sern
heitir Skyggnisalda, og er hún hin syðsta af Vatnaöldum, hinum
langa og sérkennilega hrygg upptypptra aldna, sem eru í rauninní
fornir vikur- og gjallgígar, sem jarðfræðingar telja að eigi enga sína
líka í veröldinni. í einni þeirra, norðvestan við mót Fossvatns-
kvíslar og Vatnakvíslar, er dálítill pollur, nafnlaus. Sunnan undir
Skyggnisöldu er dálítið ver, sem heitir Yrpuver. Rætur Skyggnisöldu
ná vestur að Hófsvaði, bílvaðinu sem fannst í júlí 1950. Norðvestan
við Hófsvað er hnúkur, sem heitir Hnausinn, en í ánni er forn gíg-
hóll, sem heitir Hófur, enda er hann eins og hrosshófur að lögun.
Vestan við vaðið, austur af Hnausnum, er annar gíghóll, sem er
kallaður Vaðhóll (nýnefni, eins og Hófurinn), Vestan við Hnausinn
eru Vestur-Bfallar. Þeir eru þrír, og vestur af þeim er Bfallavað og
ferjan á Tungnaá. Það var fyrst farið skömmu fyrir aldamótin 1890
af Guðjóni Arnbjörnssyni (Guðjón var sonur Ampa, sem bjó í
Ampahól hjá Tjarnarkoti). Þar, sem fært var með hesta niður Vest-
ur-Bjalla að austan, heitir lUaklif. Fyrrum var einnig farið yfir
Tungnaá á Kvíslarvaði neðan við Blautukvísl; síðast 1908. Frá
Vestur-Bjöllum að Vatnakvísl kallast á máli Landmanna einu nafni
Vatnaöldur; en á miðri þeirri leið er keilumynduð alda, og vörðu-
brot á toppi hennar, sem heitir Bcendavarða. Nokkru innar, á vinstri
hönd, þegar inn úr er farið, er alda, með klettabelti á toppnum, og
heitir Hattur. Nokkru innar og sunnar eru tvær vörður nærri saman,
sem heita Ka/i og Kerling, og sé maður þar, er opið Vatnaskarð í
suður.
70
Goðasteinn