Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 108
hreinan svip og bjart yfirbragð. Er með alskegg að fornum sið, vel
hirt og snyrtilegt. Hann er í heimaunnum fötum úr íslenzkri ull, vel
:saumuðum. Það er óhætt að hýsa þennan gest, það fylgja honum
engin óþrif.
„Hefur gesturinn ekki einhverjar fréttir að segja“? „Engar al-
heimsfréttir kann ég að segja, og stjórnmál iæt ég lönd og leið,
enda fáið þið allt það að heyra í blöðum og útvarpi. Eigi er ég
heldur atómskáld, því síður electron-hljómlistarmaður. Heyrist
mér, að sú hljómlist myndi sóma sér bezt á glymskratta þeim, et
dr. Helgi Péturss nefndi svo fyrir alllöngu“. Og nú sýður hláturinn
í Goðasteini. „En vera má, að ég kunni að rifja upp gleymda bögu
eða sögu frá horfinni öld“.
Heyra má það á raddblæ og málfari Goðasteins, að þar er á
ferð greindarkarl, alíslenzkur í öllum háttum og siðum, og leiðist
engum að hlusta á hann, jafnvel þótt í seinna lagi sé til náða gengið.
Og sá þarf ekki að taka róandi töflur undir svefninn, sem hlustað
hefur á frásagnir Goðasteins. Sögur hans eru ekki æsandi eða trufl-
andi fyrir taugakerfið. Þær leiða hugann inn í liðna tíð, sýna í
skuggsjá lífsbaráttu og trú liðinnar kynslóðar, sem þó er ekki langt
að baki, en sem ung kynslóð er að fjarlægjast á harðahlaupum“.
Helga Pálsdóttir á Gr)ótá í Fljótshlíð skrifar: „Gaman finnst
mér að lesa Goðastein, og þessari ferhendu bögglaði ég saman,
þegar ég lauk við að lesa fyrsta heftið:
Yfir fossi auðnan hrein,
andans blossi ritið fylli.
Gæfan hossi Goðastein,
gæddan hnossi máls og snilli.
Annarri vísu bögglaði ég saman, þegar ræddur var í útvarpinu
munurinn á eldri skáldskap og atomkveðskap:
Ferskeytlunnar fagra gull
flesta yndi nærir,
en atómskálda ónýtt bull
enginn maður lærir“.
Goðasteinn þakkar hinni öldruðu heiðurskonu, Helgu á Grjótá,
kveðjuna og öðrum þeim, sem hér hafa látið til sín heyra, og má
um það segja: „Vex hver við vel kveðin orð“.
106
Goðasteinn