Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 82

Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 82
var nótt. Pabbi vék þá máls á því við hann, að sig langaði til, að girt yrði sandgræðslugirðing á Keldum til varnar túni. Tók Sigurð- ur vel í það. Sama ár, 7. maí, komu þeir Sigurður, Gunnlaugur sand- græðslustjóri og Kofoed skógræktarstjóri hér við á leið í Landsveit. Allir höfðu þeir komið áður, Kofoed nú í sjöunda sinn, þegið góð- gerðir og verið nætur. Húsbændurnir á Keldum voru þá niður á Uxahrygg á Bakkabæjum hjá Aldísi dóttur sinni og manni hennar, Haraidi Thorarensen. Var von á þeim heim á hverri stundu. Ekki vildu gestirnir þó bíða en báðu fyrir þau skilaboð til pabba, að hann skyldi hafa tal af þeim, ef hann vildi fá sandgræðslugirðingu og kosta hana að hálfu á móti Sandgræðslunni. Brá pabbi þegar við og hitti embættismennina að máli hjá Guðmundi Árnasyni í Múla. Þessi áhugi pabba leiddi til þess að komið var upp sandgræðslu- girðingu á Keldum 1928. Var hún stækkuð 1932. Girðingin hafði mikil áhrif, grashnjótarnir innan hennar uxu óbitnir og tóku því við miklum sandi. Varð nú mun auðveldara að vernda Keldur frá auðn. Eitt síðasta sandáfellið var 1917. Komu þá hingað, þann 20. apríl, þeir Grímur Thorarensen hreppstjóri í Kirkjubæ, Guðmund- ur Árnason hreppstjóri í Múla og Vigfús Bergsteinsson hreppstjóri á Brúnum að beiðni föður míns til að líta á sandhaugana og endur- meta jörðina. Öll skjól voru þá full af sandfönnum og ekki annað líkara en að því væri komið, að jörðin færi í auðn. Guðmundur Brynjólfsson, afi minn, fór að búa á Keldum 1833 og bjó þar í 50 ár, til dauðadags. Austurbæjarrönd var ekki til, þegar Guðmundur kom að Keldum, þar var aðeins einn smiðjukofi. Guð- mundur byggði fjögur burstahús, tvær skemmur, smiðju og hjall, sem setja sinn fallega svip á austurbæjarröndina. Pabbi setti steðjastein fyrir framan smiðjuna. Stendur hann þar upp úr hellustéttinni og minnir á hugulsemi pabba og smiðina, scm lúðu járn sitt á steðja- steininum um aldaraðir. Skúli framfylgdi af kostgæfni alla sína ævi í breytni sinni og hegðun að koma vel fram og sýna snyrtimennsku, hirðusemi og góða umgengni á allan hátt. Fór þetta ekki fram hjá gestum, sbr. orð Árna G. Eylands um, að á Keldum hafi verið rekinn „mann bætandi búskapur“. Er það fremur óvenjulegt, að húsbændur fái svo góða viðurkenningu við búskaparlok. 80 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.