Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 20
Áttu þeir menn, sem skipinu reru, að sækja arfinn eftir síra Pál,
en í Fornbréfasafninu er prentað bréf Gizurar biskups til síra Páls,
talið frá 1540 eða 1541. Það er þó ekki skýrt þar, hvaðan sú vitncskja
er fengin. 2) Síra Jón Egilsson telur Magnús á Núpi með helztu
mönnum á dögum Marteins biskups Einarssonar 3) og Gísla biskups
Jónssonar 4).
I æfisögu Jóns biskups Arasonar í handritinu AM. 254. fol. segir,
að Magnús bóndi á Núpi í Eystrahreppi og Arnór bóndi í Arnar-
bæli, hafi mótmælt aftöku Jóns biskups og sona hans. 5)
Svo sem segir í Lögréttumannatali E. Bj., bls. 372-373, eru tveir
Magnúsar Jónssynir samtímis lögréttumenn í Árnesþingi á fyrri
hluta 16. aldar, og má af skjölum sjá, að árið 1539 eru þcir það, en
kunna að vera fyrr. Svo mun hafa verið greint á milli þeirra, að
annar hefir verið nefndur Magnús eldri, og tel ég hinn yngri muni
hafa verið Magnús á Núpi. *) Magnús á Núpi, mun hafa verið lög-
réttumaður lengur en hinn, a. m. k. til 1573. *)
Líklega er Magnús fæddur um eða rétt fyrir 1500. Hann var
kvæntur Guðrúnu dóttur Erlends lögréttumanns á Stóruvöllum á
Landi, Jónssonar sýslum. á Espihóli í Eyjafirði, Ásgrímssonar, Þor-
kelssonar pr. í Laufási, Guðbjartssonar. Kona Erlends, móðir Guð-
rúnar, var Guðný Torfadóttir sýslum. í Klofa, Jónssonar og k. h.
Helgu Guðnadóttur sýslum. á Kirkjubóli, Jónssonar. Guðrún
Erlendsdóttir getur varla verið fædd nema fáum árum fyrir 1520,
en sennilegra er þó, að hún hafi verið heldur yngri. Því mætti ætla,
að hún hafi ekki verið fyrsta kona Magnúsar á Núpi, með því að
hún hefur varla átt hann fyrr en um 1540. Ættartölur nefna þó enga
fyrri konu Magnúsar og líklegast er, að hafi Magnús verið kvæntur,
áður en hann átti Guðrúnu, hafi börn hans með þeirri konu dáið
ung eða engin verið. Börn Magnúsar og Guðrúnar, sem upp komust,
voru Jón eldri lögréttum. á Núpi, Guðni faðir Magnúsar lögréttum.
í Rangárþingi og Árnesþingi, Ari, Magnús, líklega sá, sem var lög-
réttum. í Árnesþingi, Erlendur sýslum. á Skriðuklaustri, Úlfhildur
1) Safn til sögu íslands I, bls. 79, 2) D. I. X, 580,
3) Safn til sögu íslands I, bls. 102, 4) S.st., 113, 5) Bisk. bókm. II, 352.
1) Lögréttumannatal E. Bj., bls. 372-373.
18
Goðasteinn