Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 74
Skúli Guðmundsson á Keldum, sem hér verður sagt frá síðar.
Jónas Árnason, bróðursonur Skúla (f. 30. 9. 1863, d. 28. 8. 1919),
óðalsbóndi á Reynifelli frá 1893 til dauðadags. Jónas var í sóknar-
nefnd lengi og hreppsnefnd, um hríð í sýslunefnd, í stjórn Slátur-
félags Suðurlands og deildarstjóri til dauðadags. Hann var mikill
höfðingi og ákaflega vinsæll.
Guðmundur Þorbjarnarson (f. 19. 7. 1863, d. 18. 1. 1949). Bjó hann
fyrst á Hvoli í Mýrdal en keypti Stóra-Hofið og flutti þangað alfar-
inn 1910, óðalsbóndi þar til 1943. Bjó stórbúi, var búnaðarfrömuður
mikill cg kom víða við sögu í stjórn og starfi stofnana, m. a. Bún-
aðarsambands Suðurlands.
Allir þessir hértöldu bændur voru giftir vel. Settu hinar mikil-
hæfu konur þeirra fagran svip á rausnarheimili sín. Hjá öllum þess-
um hjónum fór saman höfðingsskapur og risna, skörungsskapur og
greind.. Á átta áðurtöldum heimilum var harmoníum. Talar það sínu
máli um menningu húsráðenda. Fimm þessara bænda voru fæddir
og uppaldir hér í hreppnum.
Lestrarfélag kvenna starfaði á Rangárvöllum um mörg ár með
miklum blóma. Var frú Sigríður Helgadóttir í Odda formaður kven-
félagsins, og voru í því flestar konur fyrir ofan Þverá. Bækurnar
voru sendar eftir vissri boðleið, eftir þar til settum reglum og með
fallega letruðu blaði á hverri bók, var þar á nafn kvennanna og
heimilisfang, ásamt reglum um, hve lengi bókin mátti vera í útláni.
Þetta hafði mikil áhrif til fræðslu og skemmtunar. Hefur lestrar-
félag ekki staðið með meiri blóma í annan tíma á Rangárvöllum.
Faðir minn, Skúli Guðmundsson, var fæddur á Keldum 25. 10.
1862, dáinn 1. 6. 1946. Móðir mín, Svanborg Lýðsdóttir, var fædd
1. 8. 1863, dó 31. 3. 1954. Foreldrar mínir giftust 20. júní 1895. Lýður
hreppstjóri í Hlíð, afi minn, (f. 22. 7. 1831, d. 9. 7. 1918), átti Aldísi
Pálsdóttur (f. 27. 8. 1832, d. 14. 12. 1904). Hann var á undan samtíð
sinni. 1 bókinni „Hver er maðurinn“?“ er honum lýst svo: „Búmað-
ur mikill, athafnamaður um jarðrækt, afburða reikningsmaður,
stjarnfróður, bókamaður mikill, tré- og járnsmiður.“ Á Keldum er
til reizla eftir Lýð, svo vel smíðuð, að enginn sér annað en hún
sé gerð á nútíma verkstæði.
72
Goðasteinn