Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 66
koti, að það er allt grunnt (0,4-0,6 m) svo að það er vætt á full-
háum stígvélum, nema Kerið, sem er syðst í vatninu og er 9,7 m
djúpt. (Allar dýptartölur og upplýsingar, innan tilvitnunarmerkja,
eru hér, með bessaleyfi, samkvæmt því, sem Sigurjón Rist vatna-
mælingamaður hefur skráð í gestabók Tjarnarkots, en hann og sam-
starfsmaður hans mældu dýpi Veiðivatna með bergmálsdýptarmæli
sumarið 1959.) Vestur úr Tjaldvatni rennur kvísl vestur í Langa-
vatn, og kallast þar Slýdráttur. Tveir smáhólar eru í þeirri kvísl.
Ofan við Slýdrátt, norðvestan Tjaldvatns, er skúrmyndað hús, fárra
ára gamalt, og er nefnt Vatnaver.
Nú lítum við fjær okkur. I norður er alda, sem nær frá og er
áföst Miðmorgunsöldu og vestur að Kvíslarvatni, og fer hún vax-
andi alla leið. Hún hcitir engu sérstöku nafni, kallast „aldan“, en
þegar gengið er á þá öldu að ofanverðu, blasir við næst manni
Vatnakvíslin, sem á upptök sín undir strýtumyndaðri öldu innst i
ölduhrygg norðan hennar, og rennur í Tungnaá hjá Svartakrók. Fjær
sjáum við í norðvestri allháan fellahrygg og ber þar hæst Þóristind.
Til norðausturs innan við ölduhrygginn norðan Tjaldvatns er Litla-
Fossvatn (dýpst „19 m nálægt miðju vatni“), og rennur kvísl, Foss-
vatnakvísl, úr því norðvestur í Vatnakvísl, skammt neðan við upp-
tök hennar. En þar, sem Fossvatnakvísl fellur úr vatninu, er foss,
sem vatnið dregur nafn af. Mjög hefur sá foss sett ofan hin síðari
ár. Inn af Litla-Fossvatni er Stóra-F'ossvatn (dýpst „19 m í austur-
hlutanum"), og rennur kvísl úr því í Litla-Fossvatn; rennur hún úr
vatnspolli, sem skagar suður úr Stóra-Fossvatni og kallast Kerling-
arpollur eða Kerlingarlögn, og er rennsli úr aðalvatninu í pollinn.
Norðaustur af Kerlingarlögn er hár, kúpumyndaður hóll, sem heitir
Litli-Klofi, og skiptir hann vatninu að nokkru leyti í þrennt. Vestur
af Litla-Klofa eru tveir grasi grónir klettahólmar rétt að kalla sam-
an cg kallast Fossvátnshólmar, og vestur af þeim er vík. Við þá
vík er Bátseyri, en norður og upp af henni rís há og brött alda, sem
heitir Fossvatnsalda. Þar er útsýn fögur. Austur frá Litla-Klofa
skyggir í svarta sandbakka, sem Svörtuloft heita, en inn af þeim
er smá vík, sem kallast „austur í Botni“. Vestan til í miðju vatni
er lítill hólmi, sem kallast Skerið. Innst með vatninu að norðaustan
er nokkuð stórt hraun, Fossvatnshraun, að mestu gróið, og heitir
164
Goðasteinn