Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 25

Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 25
Helgi Hannesson frá Sumarliðabæ: Álagavörður við Ásmundarstaði Skammt norður frá túngarði á Ásmundarstöðum í Holtum er dálítill urðarbali, umflotinn deigri mýri. Vatn, sem sífellt sígur úr mýrinni, seitlar jafnharðan gegnum urðina og vestur af Ásabrún. Á þeirri urð hafa lengi staðið þrjár vörður, hlaðnar úr stóru grjóti, hver með sínum svip. Þær standa í hvirfing og mynda þríhyrning. Mér eru vörðurnar minnisstæðar, eins og þær voru í ungdæmi mínu, á fyrsta áratugi tuttugustu aldar. Þá var ein þeirra hæst og giidust, jafnbol upp og meira en mannhæðar há. Önnur var nokkru grennri og litlu lægri. Þriðja varðan var lægst og efnisminnst. Það, sem. mest auðkenndi þessar vörður, var tveir langir heilusteinar, sem hlaðnir voru í þær, hvor gagnstætt öðrum - og stóðu eins og armar út frá öxlum þeirra. Þó vantaði minnstu vörðuna arma - minnir mig. Það stafaði þrúðgum virðuleik og dulúð frá þessum vörðum. Ég nálgaðist þær með nokkurri lotning, líkt og forn minnismerki. Þær minntu á ungling, karl og konu, þöglar og kyrrar þarna á holtinu. Um urðina sjálfa er það að segja, að sumt grjót í henni liggur þannig, að vel gætu þar verið rústir húsa. Ef til vill bæjarrúst frá landnámsöld. Umhverfið þar hefur breytzt í mýri, þegar skógur þvarr. Mér var sagt ungum, að ísleifur gamli Hafliðason á Ásmundar- stöðum (1757-1839) hefði reist vörðurnar. En álagadómur, sem er þeim tengdur, bendir til þess, að þær séu miklu eldri. Á þeim, sem býr á Ásmundarstöðum, hvílir sú kvöð að hlaða vörðurnar upp að nýju, þegar þær hrynja eða hrörna. Mikið afhroð er búið bónda, Goðasteinn 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.