Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 25
Helgi Hannesson frá Sumarliðabæ:
Álagavörður við
Ásmundarstaði
Skammt norður frá túngarði á Ásmundarstöðum í Holtum er
dálítill urðarbali, umflotinn deigri mýri. Vatn, sem sífellt sígur úr
mýrinni, seitlar jafnharðan gegnum urðina og vestur af Ásabrún.
Á þeirri urð hafa lengi staðið þrjár vörður, hlaðnar úr stóru grjóti,
hver með sínum svip. Þær standa í hvirfing og mynda þríhyrning.
Mér eru vörðurnar minnisstæðar, eins og þær voru í ungdæmi
mínu, á fyrsta áratugi tuttugustu aldar. Þá var ein þeirra hæst og
giidust, jafnbol upp og meira en mannhæðar há. Önnur var nokkru
grennri og litlu lægri. Þriðja varðan var lægst og efnisminnst. Það,
sem. mest auðkenndi þessar vörður, var tveir langir heilusteinar,
sem hlaðnir voru í þær, hvor gagnstætt öðrum - og stóðu eins og
armar út frá öxlum þeirra. Þó vantaði minnstu vörðuna arma -
minnir mig.
Það stafaði þrúðgum virðuleik og dulúð frá þessum vörðum. Ég
nálgaðist þær með nokkurri lotning, líkt og forn minnismerki. Þær
minntu á ungling, karl og konu, þöglar og kyrrar þarna á holtinu.
Um urðina sjálfa er það að segja, að sumt grjót í henni liggur
þannig, að vel gætu þar verið rústir húsa. Ef til vill bæjarrúst frá
landnámsöld. Umhverfið þar hefur breytzt í mýri, þegar skógur
þvarr.
Mér var sagt ungum, að ísleifur gamli Hafliðason á Ásmundar-
stöðum (1757-1839) hefði reist vörðurnar. En álagadómur, sem er
þeim tengdur, bendir til þess, að þær séu miklu eldri. Á þeim, sem
býr á Ásmundarstöðum, hvílir sú kvöð að hlaða vörðurnar upp að
nýju, þegar þær hrynja eða hrörna. Mikið afhroð er búið bónda,
Goðasteinn
23