Goðasteinn - 01.09.1965, Side 78
óx víðsvegar um Keldnahraun, sótti fénaðurinn mikið í blöðkuna.
Var féð rekið þangað upp úr heiðinni um sumarmál, ef það fór
ckki sjálft, og var borgið, ef það náði til blöðkunnar, sem sprettur
snemma og er kjarngóð. Hér voru vetur stundum hlýir og góðir á
fyrri árum, líkt og nú. Ég man eftir einum vetri svo mildum, að
hér var ekki gefið útigangsfénaði nema sex sinnum og afklæddist
þó vel.
Hér var margt fé um fjölda árabil. Mörg lömb voru sett á árlega,
oftast um 100 og að 112, allt að helmingur geldingar. Gengu þeir
stundum fram á þrettánda. Sauðir voru hér margir og mjög léttir
á fóðri. Þeir voru venjulega mjög góðir til frálags. Heima var slátrað
allt að 10 árlega og flestir reyktir. Sauðskinnin voru rökuð, lituð og
hert á þar til gerðum grindum og síðan reykt. Þau voru höfð í spari-
skó, þar til stígvélaskór og gúmmískór leystu þá af hólmi. Sauðskinn
og ærskinn voru líka mikið notuð í skinnstakka, sem flestir ferða-
menn klæddust. Vel til haldnir skinnstakkar voru fallegir og hlýir.
Góð sauðahjörð gaf af sér mikla ull, som þá var vel passað að
láta ekki trassast niður í vöilinn. Ullin, ásamt tólgarskjöldum, var
markaðsvara, sem nauðsynjar til heimilisins voru keyptar fyrir.
Nokkurn veginn varð að standast á ár hvert innlegg og úttekt, ann-
að dugði ekki til lengdar, því varla var um lánsverzlun að ræða, og
að skuldadögum kom fyrr eða seinna.
Öll ullin var þvegin heima úr keytu, þurrkuð og flokkuð. Var það
mikið verk. Fór talsvert mikið af henni í fyrsta flokk, og stóðst það
mat hjá matsmönnum. Hér var ekki farið í kaupstað nema haust
og vor. Allir, sem höfðu getu og fyrirhyggju birgðu sig upp milli
missira. Verzlað var við Ingólf h.f. á Stokkseyri, meðan sú verzlun
gekk. Áður á Eyrarbakka, svo við Egil Thorarensen kaupmann i
Sigtúnum o. fl., unz verzlun byrjaði á Hellu.
Nokkur fyrstu ár Keldnahjóna fóru vinnumenn þeirra í verið.
Fékkst stundum sæmilegur hlutur, sem var fengur fyrir afkomu
búsins. Skúli og unglingar önnuðust þá um gegningar.
Á Keldum var fært frá til 1920 og alltaf í Fossdalsrétt, sem er
einkennileg og falleg. Lömbin voru höfð fyrir austan og byrgð i
réttinni um nætur, þar til þau voru rekin, en ærnar voru hafðar fyrir
vestan, í Tunguheiði. Var setið yfir þeim í fáa daga og síðan smal-
76
Goðasteinn