Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 84
Mikið var unnið að allri tóvinnu á Keldum, allur fatnaður að
miklu heimaunninn. Þráður var unninn til vefjar. Garn var oft
haft með honum, og stundum var garn haft alfarið í uppistöðu.
Mamma var ágætis vefari. Aldís systir lærði vefnað og óf talsvert,
áður óþekkt munstur, sem athygli vöktu. Ég óf líka talsvert nokkra
vetur.
Nokkru fyrir jól, fór æskan - og máske fleiri - að hlakka til
þeirra. Þau voru tilbreyting frá venjulegum dögum og talin helgasta
hátíð ársins. Það var gaman að sjá pabba steypa tólgarkerti í strokkn
um og gott að eiga von á að eignast hlut í þeim til að gera jólin
bjartari. Ekki var síður um það vert að eiga von á einhverjum gjafa-
glaðning og öllum þeim mikla, góða og fjölbreytta mat, sem fylgdi
íólunum. Siðvandað, fullorðið fólk átti þessa jólastemningu, hvað
þá við börnin.
Alla aðfangadaga fyrir stórhátíðir var skammtað hangikjöt á
nóni, á venjulegum matmálstíma, hvað þá á hátíðinni sjálfri, allt
að þriggja fingra þykkar sauðarsíður, ásamt öðru góðgæti. Svo var
líka hangikjöt á sprengidaginn, í töðugjöldin, í nesti, og gestum var
fagnað með hangikjöti, ef þeir voru um máltíð eða gistu.
Séð var um, að öllum gegningum væri lokið fyrir klukkan sex á
aðfangadagskvöld jóía; þá var farið að klæða sig í betri föt og
matazt. Áður höfðu flestir þvegið sér um allan líkamann. Þannig
unnu jólin að því að gleðja sál og líkama. Ekki má heldur gleyma
kirkjunni. Þegar hátíðin var gengin í garð, var farið út í kirkju,
kveikt á kertunum, pabbi tók í hinar hljómfögru kirkjubjöliur og
hringdi inn jólin. Jólasálmarnir voru sungnir, stundum spilað undir
á orgelið, og tekið í klukkurnar, áður en farið var inn. Þannig var
það líka á gamlárskvöld. Þessi venja var alltaf haldin í heiðri, og
hátíðleikinn, sem fylgdi henni, gleymist ekki.
Nokkru síðar um kvöldið var drukkið kaffi og með því, eins og
sagt var, svo var lesin jólahugvekja. Eldra fólkið las fyrir sig í guðs-
orðabókum, en æskan undi við gjafir sínar. Ekki var spilað á spil
þetta kvöld. Ljós var látið loga alla nóttina. Svo var líka á nýársnótt.
Foreldrar mínir lásu bæði húslestra, eftir því sem á stóð, og bæði
jafn prýðilega. Lesið var flesta helgidaga, ef ekki var messað hér,
oft í Vídalínspostillu. Passíusálmarnir voru sungnir eða lesnir á föst-
82
Goðasteinn