Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 84

Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 84
Mikið var unnið að allri tóvinnu á Keldum, allur fatnaður að miklu heimaunninn. Þráður var unninn til vefjar. Garn var oft haft með honum, og stundum var garn haft alfarið í uppistöðu. Mamma var ágætis vefari. Aldís systir lærði vefnað og óf talsvert, áður óþekkt munstur, sem athygli vöktu. Ég óf líka talsvert nokkra vetur. Nokkru fyrir jól, fór æskan - og máske fleiri - að hlakka til þeirra. Þau voru tilbreyting frá venjulegum dögum og talin helgasta hátíð ársins. Það var gaman að sjá pabba steypa tólgarkerti í strokkn um og gott að eiga von á að eignast hlut í þeim til að gera jólin bjartari. Ekki var síður um það vert að eiga von á einhverjum gjafa- glaðning og öllum þeim mikla, góða og fjölbreytta mat, sem fylgdi íólunum. Siðvandað, fullorðið fólk átti þessa jólastemningu, hvað þá við börnin. Alla aðfangadaga fyrir stórhátíðir var skammtað hangikjöt á nóni, á venjulegum matmálstíma, hvað þá á hátíðinni sjálfri, allt að þriggja fingra þykkar sauðarsíður, ásamt öðru góðgæti. Svo var líka hangikjöt á sprengidaginn, í töðugjöldin, í nesti, og gestum var fagnað með hangikjöti, ef þeir voru um máltíð eða gistu. Séð var um, að öllum gegningum væri lokið fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld jóía; þá var farið að klæða sig í betri föt og matazt. Áður höfðu flestir þvegið sér um allan líkamann. Þannig unnu jólin að því að gleðja sál og líkama. Ekki má heldur gleyma kirkjunni. Þegar hátíðin var gengin í garð, var farið út í kirkju, kveikt á kertunum, pabbi tók í hinar hljómfögru kirkjubjöliur og hringdi inn jólin. Jólasálmarnir voru sungnir, stundum spilað undir á orgelið, og tekið í klukkurnar, áður en farið var inn. Þannig var það líka á gamlárskvöld. Þessi venja var alltaf haldin í heiðri, og hátíðleikinn, sem fylgdi henni, gleymist ekki. Nokkru síðar um kvöldið var drukkið kaffi og með því, eins og sagt var, svo var lesin jólahugvekja. Eldra fólkið las fyrir sig í guðs- orðabókum, en æskan undi við gjafir sínar. Ekki var spilað á spil þetta kvöld. Ljós var látið loga alla nóttina. Svo var líka á nýársnótt. Foreldrar mínir lásu bæði húslestra, eftir því sem á stóð, og bæði jafn prýðilega. Lesið var flesta helgidaga, ef ekki var messað hér, oft í Vídalínspostillu. Passíusálmarnir voru sungnir eða lesnir á föst- 82 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.