Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 46
fór til Reykjavíkur og nam ljósmóðurfræði veturinn 1896-97 hjá
dr. J. Jónassen, landlækni. Hún naut kennslu hinnar mikilhæfu Ijós-
móður Þorbjargar Sveindóttur. Kristín tók síðan við ljósmóður-
starfi í átthögum sínum, og þótti brátt að henni kveða. En bað
fór á annan veg en svo, að hún ílentist undir A-Eyjafjöllum, sem
hún unni alla ævi.
Vorið 1901 bar fjölskyldunni í Skarðshlíð það að höndum, að
tveir bræðranna drukknuðu í sjóslysi við Vestmannaeyjar, er ára-
skip undan Austurfjöllum fórst, form. var Björn í Skarðshlíð, og
yngri bróðirinn, Magnús, var meðal háseta hans.
Eftir þetta mikla áfall fluttust hjónin í A.-Landeyjar, bjuggu á
Kúhóli um skeið, og Kristín fylgdi foreldrum sínum þangað. Hún
tók svo við ljósmóðurstarfi í sveitinni og varð vinsæl og mikils-
virt. Hún gegndi þar til vorsins 1943. Kristín gekk að eiga Loft
Þórðarson smið á Bakka, þau giftust 12. júní 1904. Foreldrar hans
voru hjón á Bakka, Þórður Brynjólfsson og Jórunn Loftsdóttir.
Loftur og Kristín tóku við búi á Bakka 1905 og bjuggu þar til vors-
ins 1947 er þau fluttust, ásamt sonum sínum, að Hellu og áttu þar
heimili síðan.
Vorið, sem Kristín lét af störfum, gekkst kvenfélag sveitarinnar
fyrir því, að henni var haldið samsæti og færðar gjafir, meðal annars
gáfu félagskonur henni armstól, hinn bezta grip. Systkin á heimili
einu í sveitinni færðu henni vandað úr, þau voru 14 að tölu og
hafði Kristín verið ljósmóðir þeirra allra.
Loftur varð blindur og var rúmfastur síðasta árið, sem hann
lifði. Hann lézt 22. nóv. 1953 (f. 14. júlí 1867). Hann var þrekmaður
og hinn ágætasti drengur. Þau hjón voru hamingjusöm í sambúð-
inni og samhent í bezta lagi, vildu hvers manns vandræði leysa,
væri það unnt. Leituðu margir til þeirra ýmissa erinda og fóru
fáir bónleiðir.
Foreldrar Lofts dvöldu áfram á Bakka fyrstu árin, eftir að þau
létu af búskap. Fór Jórunn þá að Önundarstöðum í Landeyjum til
dóttur sinnar og tengdasonar, en Þórður átti heima á Bakka til
æviloka.
Kristín Sigurðardóttir var að vallarsýn hávaxin og vel á sig
komin, stórleit og sviphrein, móeygð var hún og svarthærð, hárprúð
44
Goðasteinn