Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 34
•scnnilega hcfur verið lokað kristnum trúboðum um margra ára bil.
Störf Ansgars virðast því um alllangan tíma hafa verið helguð
hinum þýzka og vindska hluta erkibiskupsdæmisins, þar sem vissu-
lega hefur verið ærið verkefni við að festa kristindóminn í sessi.
Þá er og getið um nokkra Dani, er komu til Hamborgar, dvöldust
hjá Ansgar og tóku trú. Einnig segir frá skóla, er Ansgar stofnaði
í Hamborg, þar sem allmargir danskir drengir stunduðu nám. Lík-
lega hafa drengir þeir verið keyptir frá Danmörk.
Við skiptingu ríkisins í Verden 843 missti Ansgar klaustrið Thur-
holt, sem verið hafði helzti efnahagsgrundvöllur hans. En öll von-
brigði og erfiðleikar voru smámunir hjá því, scm gerðist árið 845.
Danskir víkingar réðust óvænt á Hamborg, þyrmdu engu, rændu þar
og rupluðu og brenndu síðan bæinn til kaldra kola. Ansgar komst
nauðulega undan en stóð nú uppi allslaus og hrakinn frá erkistóli
sínum, sem lá í rústum. Samtímis þessum atburðum komu svipleg
tíðindi frá Svíþjóð. Þar hafði skyndilega brotizt út uppreisn gegn
kristnum mönnum, einn ættingja Gauzberts var drepinn og Gauz-
bert ásamt föruneyti rekinn úr landi. Þessir alvarlegu atburðir urðu
þess valdandi, að flestir glötuðu nú allri von um árangur af trú-
boði á Norðurlöndum.
IV.
Árið 847 ákvað prestastefna í Mainz að erkistóllinn í Hamborg
•skyldi lagður niður og yfirráðasvæði hans deilast milli biskups-
dæmanna Bremen og Verden. Biskupsstóllinn í Bremen var laus
um þessar mundir. Loðvík konungur þýzki ákvað, að þar skyldi
vera erkistóll, og bauð hann Ansgar að taka embætti erkibiskups
þar, sem hann og þáði. En Hamborg, sem Ansgar hafði verið vígður
til af sjálfum páfanum, kom undir biskupinn í Verden. Að trúboðs-
erkistóllinn var þannig lagður niður, hefur bæði Ansgar og mörgum
fleiri virzt ólöglegt, því að árið eftir kom saman ný synoda í Mainz,
sem ákvað að erkistóllinn í Hamborg skyldi endurreistur. Undir
hann heyrði landið austan Saxelfar og það sem mikilvægast var, þá
var og ákveðið, að Bremensbiskupsdæmið skyldi einnig heyra undir
erkibiskupinn í Hamborg. En hvernig sem á því hefur staðið fluttist
Ansgar ekki aftur til Hamborgar, heldur sat áfram í Bremen, og
32
Goðasteinn