Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 51
sér á leiðinni og sakaði það ekki, en hún hafði storminn í bakið, er
hún reið heimleiðis.
Lagði hún svo drenginn nýfædda í vöggu hjá syni sínum og
hafði báða á briósti, sem tvíburar væru. Annaðist hún sveininn
til vorsins, og ólst hann svo upp hjá foreldrum sínum.
Á efri árum Kristínar, þá er hún var komin að Hellu, bar það
við, að hún fékk tilkynningu um pakka, sem hún ætti í pósti, sendan
frá kauptúni í öðrum landsfjórðungi. Henni varð að orði:
„Getur það verið til mín, ég þekki þar engan mann.“
Sendingin var frá piltinum, sem hún hafði nært við brjóst sér.
Var þetta góð prjónatreyja og kjólefni vandað, ,,og það mátti segja,
að þessi hugulsemi hlýjaði henni inn að hjartarótum“. Svo lét dóttir
hennar um mælt, sú sem sagt hefur fyrir um aðalefni þessa máls.
Kristín lézt 7. maí 1957, nær 83 ára að aldri.
Engan veginn segi ég það
Fyrir mörgum árum bar það við, er Austur-Landeyjamenn voru
í Eyjaferð, að bóndinn frá Hólmahjáleigu féll út af bryggju og
drukknaði. Þegar á land var komið, þurfti að flytja ekkjunni þessa
sorgarfregn, og tók einn af félögum hins látna það að sér. Hún
hlýddi á frásögn mannsins og hreytti síðan kuldalega útúr sér:
„Hann hefur verið fullur“. „Og engan veginn segi ég, að hann hafi
verið fullur, en hann var þetta, sem maður segir, þungagamal-
dauðadrukkinn“, svaraði maðurinn".
Eftir frásögn móður minnar, Kristínar Jónsdóttur frá Bakka.
Kristín Guðmundsdóttir.
Goðasteinn
49