Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 50
dóttir, er átti Helga (d. 1960) Jónasson á Stórólfshvoli, héraðslækni
og alþm. Rangæinga. Hún býr nú í Reykjavík.
Er börn Bakkahjóna voru orðin sex og von hins sjöunda, var það
að næturlagi að Kristín kenndi sér sóttar. Þetta var á öndverðum
þorra.
Isalög mikil höfðu verið að undanförnu og vötn öll lögð. En
nú var komin asahláka og vötnin í áköfum vexti. Var talið, að
ófært mundi í náttmyrkri yfir vötnin beggja vegna sveitarinnar. Sem
áður segir, er yfir Markarfljót og Ála að fara úr Landeyjum austur
undir Eyjafjöll, en út í V.-Landeyjar er Affallið í vegi.
Það varð til ráða, að hjónin leituðu liðsinnis til grannkonu sinn-
ar, Katrínar Sigurðardóttur í Hólmum (hún var kona Gunnars
Andréssonar, er lengi var hreppstjóri A.-Landeyja). Hún var þá
nálægt sextugsaldri, húsfreyja í fremstu röð, handlagin og hjálpsöm
og var sjálf margra barna móðir. Katrín kom í skyndi og veitti þá
aðstoð, er hún mátti. Er hún hafði tekið á móti barni, var sá vandi
á, að um fyrirsetta fylgju var að ræða og annað barn ókomið. Treysti
nærkonan sér ckki að ráða fram úr þessu, ólærð í starfinu. Reis þá
sængurkonan upp, svo sem henni var unnt, og reyndi að greiða úr
þessu, og svo gæfusamlega tókst, að hún gat gert þau handtök, er
með þurfti. Barnið var nokkuð aðþrengt, cn móðirin reyndi að
lífga það við og tókst það, þótt með ólíkindum væri við slíkar
aðstæður. Sagði Kristín svo síðar frá þessu atviki, að hún hafi
beðið þess heitt, meðan á þessu stóð, að barnið fæddist með lífi,
hversu svo sem færi.
Kristín var sótt á heimili í umdæmi sínu að vetrarlagi, skömmu
fyrir jól. Þarna var barnaheimili, cfnalítið og fátt um föng, m. a.
var mjólkurlaust.
Fljótlega eftir barnsfæðinguna komu grannkonur með sængur-
gjafir og bættu úr bráðustu þörfinni, en sængurkonan, sem mun
hafa verið vannærð áður - sem að líkum lætur við slíkar aðstæður
- gat ekki mjólkað barni sínu og var sárhrygg yfir kjörum sínum.
Ljósmóðirin var fyrir skömmu komin á fætur eftir barnsburð og
hafði barn sitt á brjósti. Varð það úrræði hennar að fara með korn-
barnið hcim með sér.
Kuldatíð var um þetta leyti og varðveitti Kristín barnið í barmi
48
Goðasteinn