Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 12
an toll“ til Eyvindarstaða, eftir því sem fyrr skrifað væri. Svo hefur
því úrskurður Einars lögmanns Gilssonar verið skilinn að orða-
laginu „frjálslega í heimild að reka NN en lúka að hausti
að á bændunum á nefndu landssvæði væri skylda að reka fé sitt á
Eyvindarstaðaheiði og lúka fjalltollinn, og má vel vera, að orðalag
úrskurðar Einars Gilssonar hafi orðað skylduna nokkru skýrar en
mönnum nú virðist vera í orðalagi útdráttarins úr úrskurðinum í
dómi þeim, sem hér um ræðir. Magnús hefur á þessum tíma búið
innan takmarka þeirra, sem dómurinn greinir.1) Svæðið takmark-
ast af Héraðsvötnum að austan, Blöndu að vestan, óbyggðum í
suðri og nefndum ám, Gönguskarðsá og Laxá að norðan.
I dómi Brands lögmanns Jónssonar, sem gekk á Torfastöðum
í Miðfirði 4. september 1467, eru 10 lögréttumenn meðal dóms-
manna l) Einn þeirra heitir Magnús Jónsson, og gæti hann vel
verið hinn sami, sem í málinu átti við Egil Grímsson, og hefði
hann þá verið í nefnd úr Húnavatnsþingi.
Á Skarði á Skarðsströnd 29. ágúst 1468 lýsir Ólöf Loftsdóttir,
ekkja Bjarnar hirðstjóra Þorleifssonar, yfir því, að hún hafi fengið
Magnúsi „bónda“ Jónssyni til fullrar eignar jörðina Galtarnes í
Víðidal og ennfremur 6 málnytukúgildi og fjórtán hundruð í öllum
þarflegum peningum.
Hún viðurkenndi að hafa fengið fullt andvirði þessara verð-
mæta, og má vel skilja yfirlýsinguna svo, sem raunverulega hafi
verið um gjöf að ræða, en vel kann þó að vera, að Magnús hafi
átt fé hjá Ólöfu. *)
Þorleifur Björnsson, sonur Ólafar og Björns, lýsir yfir því á
Reykhólum 16. október s. á., að hann hafi fengið „velbornum
manni“, Magnúsi Jónssyni, jörðina Böðvarshóla í Vesturhópi og
telur sig hafa fengið andvirði þeirra goldið, en áskilur sér rétt til
að kaupa jörðina ef hann vill. 2)
Af því hvernig Magnúsi eru valin virðingarheitin „bóndi“ og
„velborinn maður“ má ráða, að hann hefir verið af stórbænda-
ættum, og svo sem síðar segir, er það sami maðurinn, sem þau
1 D. I. V, 433-434 1) D. I. V, 488 1) D. I. V, 528-529
2) D. I. V, 534.
IO
Goðasteinn