Goðasteinn - 01.09.1965, Page 12

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 12
an toll“ til Eyvindarstaða, eftir því sem fyrr skrifað væri. Svo hefur því úrskurður Einars lögmanns Gilssonar verið skilinn að orða- laginu „frjálslega í heimild að reka NN en lúka að hausti að á bændunum á nefndu landssvæði væri skylda að reka fé sitt á Eyvindarstaðaheiði og lúka fjalltollinn, og má vel vera, að orðalag úrskurðar Einars Gilssonar hafi orðað skylduna nokkru skýrar en mönnum nú virðist vera í orðalagi útdráttarins úr úrskurðinum í dómi þeim, sem hér um ræðir. Magnús hefur á þessum tíma búið innan takmarka þeirra, sem dómurinn greinir.1) Svæðið takmark- ast af Héraðsvötnum að austan, Blöndu að vestan, óbyggðum í suðri og nefndum ám, Gönguskarðsá og Laxá að norðan. I dómi Brands lögmanns Jónssonar, sem gekk á Torfastöðum í Miðfirði 4. september 1467, eru 10 lögréttumenn meðal dóms- manna l) Einn þeirra heitir Magnús Jónsson, og gæti hann vel verið hinn sami, sem í málinu átti við Egil Grímsson, og hefði hann þá verið í nefnd úr Húnavatnsþingi. Á Skarði á Skarðsströnd 29. ágúst 1468 lýsir Ólöf Loftsdóttir, ekkja Bjarnar hirðstjóra Þorleifssonar, yfir því, að hún hafi fengið Magnúsi „bónda“ Jónssyni til fullrar eignar jörðina Galtarnes í Víðidal og ennfremur 6 málnytukúgildi og fjórtán hundruð í öllum þarflegum peningum. Hún viðurkenndi að hafa fengið fullt andvirði þessara verð- mæta, og má vel skilja yfirlýsinguna svo, sem raunverulega hafi verið um gjöf að ræða, en vel kann þó að vera, að Magnús hafi átt fé hjá Ólöfu. *) Þorleifur Björnsson, sonur Ólafar og Björns, lýsir yfir því á Reykhólum 16. október s. á., að hann hafi fengið „velbornum manni“, Magnúsi Jónssyni, jörðina Böðvarshóla í Vesturhópi og telur sig hafa fengið andvirði þeirra goldið, en áskilur sér rétt til að kaupa jörðina ef hann vill. 2) Af því hvernig Magnúsi eru valin virðingarheitin „bóndi“ og „velborinn maður“ má ráða, að hann hefir verið af stórbænda- ættum, og svo sem síðar segir, er það sami maðurinn, sem þau 1 D. I. V, 433-434 1) D. I. V, 488 1) D. I. V, 528-529 2) D. I. V, 534. IO Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.