Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 15
8. nóvember 1471, í Kirkjubæ á Síðu, gaf Ragnheiður Eiríksdóttir
jörðina Raufarberg í Lómagnúpskirkjusókn klaustrinu í Kirkjubæ,
hálfa í sitt testamentum, en hálfa í testamentum Magnúsar heitins
eiginmanns síns. 3)
I skrá um gjafir til Skúmsstaðakirkju í Landeyjum segir, að
Ragnheiður hafi gefið eftir Magnús heitinn Jónsson 10 hundruð. 3)
Ragnheiður Eiríksdóttir var dóttir Eiríks, sonar Kráks gamla í
Klofa á Landi, systir Ingibjargar móður Torfa í Klofa. Þetta er haft
eftir síra Jóni í Hrepphólum, Egilssyni, og engin ástæða til að
rengja þá ættfærslu. Síra Jón hefur hinsvegar ruglazt í röðinni á
mönnum Ragnheiðar, telur hana fyrst hafa átt Eyjólf lögmann, síð-
an Þorstein og síðast Magnús. Það er hinsvegar alveg víst, að Þor-
steinn Helgason var fyrsti maður Ragnheiðar, og að þeirra börn
voru Eiríkur lögréttumaður á Keldum og Sigríður, sem fyrr var
gift Árna sýslumanni í Stóradal í Eyjafirði, Einarssyni, bróður
Eyjólfs lögmanns, en síðar Pétri lögréttumanni s. st. Loftssyni.
Magnús var annar maður Ragnheiðar, og eru allar líkur til þess,
að þau hafi einungis átt eitt barn, fætt eftir lát föður síns, Magnús,
sem borið hafi nafn föður síns. Fáum árum eftir Krossreið mun
Ragnheiður hafa gifzt Eyjólfi Einarsyni, sem búið hafði í Möðru-
felli í Eyjafirði, og mun hann vera sá, sem 19. maí 1475 er tneðal
kaupvotta í Gunnarsholti á Rangárvöllum. 4) Þá er hann án efa
fluttur suður og þegar kvæntur Ragnheiði. Með Eyjólfi átti hún
einn son, Einar, sem bjó í Stóradal undir Eyjafjöllum, og er hans
þegar getið sem myndugs manns árið 1495. 2)
Eyjólfur og Ragnheiður hafa gifzt 1473 eða 1474- Jón sá Magnús-
son, sem bjó á Núpi í Eystrahreppi og virðist hafa átt þá jörð, hefur
auðsjáanlega verið sonur Magnúsar á Krossi, en væntanlega ekki
sonur Ragnheiðar, með því að þau hafa að líkindum einungis verið
nokkra mánuði í hjónabandi. Hann hefur hlotið að vera skilgetinn
er hann fékk Núp, og verður að ætla, að Magnús hafi verið kvænt-
ur, áður en hann átti Ragnheiði, en sú kona er ókunn. Síra Jón
Egilsson segir, að sonur Magnúsar á Krossi hafi verið Magnús faðir
Jóns í Moldartungu, föður Jóns Norðlings. Annar sonur Magnúsar
2) D. I. V, 646 3) D. I. V, 688. 1) D. I. V, 790 2) D. I. V, 268.
Goðasteinn
13