Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 62

Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 62
Frá Höfðabrekku fluttist Vigfús að Efri-Mörk. Ekki er þess getið, að Vigfús hafi komizt í heyþrot nema einu sinni, en það var fyrsta árið, sem hann bjó í Efri-Mörk. En í þetta skipti gat nábúi hans, Jón Pálsson á Hunkubökkum, hjálpað honum. Þá var harður vetur, og þegar Vigfús sá fram á heyþrot, leitaði hann til Jóns á Bökkunum. Jón tók vel máli hans og athugaði með honum allar aðstæður. Þeim taldist svo til, að Vigfús væri birgur fyrir annan fénað en fullorðna sauðféð, og varð það að samning- um, að Vigfús skyldi reka ær og sauði fram að Hunkubökkum. Ekki voru til hús yfir féð, þegar þangað kom. Var það rekið niður í brekkur, niður undir Skaftá, þar sem bærinn stóð fram um Skaftár- eld, en þar er skjólsamt. Þarna gætti Vigfús svo fjárins, en þeir báru daglega einn kimbilinn (eða hripið), hvor, niður eftir, úr heygarði Jóns, þar til bati kom. Um vorið greiddi svo Vigfús gjald af höndum fyrir heyið, eitt- hvað í peningum, sem enginn veit, hvað var mikið, og sex kindur. Þegar Jón hafði veitt þessu viðtöku, varð honum að orði, að hart væri að taka við svona miklu fyrir þessa heytuggu. Þá varð Vigfúsi að orði: „Þú ættir nú helzt að tala um það, meira hefði ég mátt sjá af, hefðir þú ekki hjálpað mér“. Heimild mín að því, sem hér er frásagt, er sögn Sigurveigar Páls- dóttur, stjúpu minnar (f. 5. nóv. 1844, d. 1929), systur Jóns á Hunku- bökkum. Sonarsonur Vigfúsar er Skúli í Mörtungu, en sonarsonar- sonur hans er Sigfús á Geirlandi. Skráð 1954. Höfundur þessa stutta þattar, Einar Runólfsson trésmíðameistari, síðast á Háamúla í Fljótshlíð (f. 17. 5. 1879, d. 1. 2. 1961), skráði ýmsan fróðleik. Er hluti hans prentaður í Lcsbók Morgunblaðsins. 1 næstu Goðasteinsheftum mun meira birt úr óprentuðum hand- ritum Einars Runólfssonar. Orðið kimbill er notað um lítinn bagga. 60 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.