Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 44
Þessi draumur rættist að fullu veturinn 1912. Formaður á íslandi
var Sigurður Sigurðsson, seinni maður Sigríðar Johnsen í Frydendal,
vandaður og stilltur í öllu. Þann 10. janúar fórst hann á smákænu
við að reyna að bjarga Islandinu frá árekstri á höfninni í Vest-
mannaeyjum. Þá var niðamyrkur, sjór mikill og ofsarok á austan.
Þarna fórust sex menn. Þá rak upp daginn eftir. Sigurður formaður
var tæplega miðaldra. Með honum drukknuðu þessir menn: Magnús
Ingimundarson á Hvoli, Einar Halldórsson í Sandprýði, Guðmund-
ur Guðmundsson í Lambhaga, Vilhjálmur Jónsson og Hans Einars-
son frá Norðfirði.
íslandið var mannað að áhöfn að nýju, sama vetur. Formaður
var Bergsteinn Bergsteinsson bóndi á Tjörnum undir Eyjafjöllum.
Það fórst með allri áhöfn síðar á vertíðinni, sex manns, flestir
undan Eyjafjöllum. Þeir munu hafa villzt vestur fyrir Eyjar, blind-
þoka var á, en hana rauf með heljar roki og varð ófær sjór. Þannig
kom draumurinn fram.
Saga frá uppboði
Það skeði á uppboði suður með sjó, að boðinn var upp skíta-
sleði, og höfðu feðgar hug á honum. Faðirinn gall við í fyrsta boði:
„Ég bíð krónu í sleðann, mér er sama, hvort hann er skyldur eða
vandalaus. Hún Sigríður mín ber undan beljunni með herðablað-
inu“. Sonurinn kallaði þá „famm“, sem átti að vera fimm. Ekki
kunnum vér skil þess, hver hreppti sleðann, enda má það einu gilda.
42
Goðasteinn