Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 61
Rinar Runólfsson á Háamúla:
Vigfús á Blesahrauni
Vigfús, er síðast bjó á Efri-Mörk á Síðu, byrjaði búskap á Lamba-
felli undir Eyjafjöllum, þá nýgiftur. Bústofn var 6 ær, líklega ein
kýr, fátt af hrossum. Þessum 6 ám færði Vigfús frá fyrsta sumarið
á Lambafelli. Ær þessar voru frá Hlíð og undu sér því ekki í
Lambafellshögunum um sumarið, og var sífelldur eltingarleikur við
þær. En þó að nytin úr þeim væri ekki mikið búsílag, þá hafa ungu
hjónin tæplega getað án hennar verið. En eftir alla þá fyrirhöfn,
sem þau hjónin höfðu fyrir ánum þetta sumar, þá hugsaði Vigfús
þeim þegjandi þörfina, því um haustið lógaði hann þeim öllum.
Lömbin undan þeim hefir hann auðvitað sett á. Það var haft eftir
Vigfúsi, að sveitungar sínir, Eyfellingar, hefðu haft það á orði, að
bærilega byrjaði búskapurinn hjá Lambafellsbóndanum, að skera
allar ærnar fyrsta búskaparárið.
Næstu vertíð reri Vigfús undir Eyjafjöllum og aflaði með af-
burðum vel, og upp frá því fór hagur hans síbatnandi. Síðar bjó
hann á Höfðabrekku í Mýrdal og var þá í góðum efnum. Höfða-
brekka hcfur jafnan þótt góð bújörð og að auki hlunnindajörð, því
henni fylgir rekafjara mikil. Og á þeim árum, er Vigfús bjó þar,
var þar mikil búbót að fuglatekju - og hefir verið til skamms tíma.
Af einhverjum ástæðum varð Vigfús að sleppa ábúð á Höfðabrekku,
og fluttist þá þangað Ölafur Pálsson, síðar alþingismaður, frá
Hörgsiandi á Síðu. Einhver, sem hafði notið gestrisni Vigfúsar, er
sagt, að hafi kveðið þessa vísu:
Gamli Vigfús, gæðahraður,
gefur hangikjötið mér,
en vor herra umboðsmaður
otar súpugutli að mér.
Goðasteinn
59