Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 17
Kona Jóns er ókunn, en af börnum hans þekkja menn nú síra
Guðmund og Magnús. Síra Jón Egilsson segir í annálum sínum,
að hann hafi samsett allan reikning Skálholts, „hvernig það menn
skyldu hann reikna og niður setja hvert eftir annað; áður voru
þeir í þeim reikningi uppá XIIIJ daga sex saman, sem þann reikn-
ing tóku.“ Jón á Núpi hefur auðsjáanlega verið í miklu áliti. Síra
Jón Egilsson hefur eflaust umsögn sína um hann beint frá síra
Einari afa sínum, auk þess sem sagnir um Jón hafa lifað meðal
manna í Árnesþingi. Jón virðist hafa verið reikningsglöggur með
afbrigðum, og kemur manni það í hug, þegar minnzt er niðja hans,
hins rímfróða síra Gísla Bjarnasonar.
GUÐMUNDUR JÓNSSON.
Dr. Hannes Þorsteinsson segir fullum fetum í Sýslumannaævum,
IV, bls. 223, að síra Guðmundur í Hrepphólum hafi verið sonur
Jóns á Núpi, Magnússonar. Það er ekkert líklegra en að þetta sé
rétt, en ég veit hinsvegar ekki hvaðan hann hefur þessa vitneskju.
Ef einhver heimild eldri en frá 18. öld skýrir frá þessu, má eflaust
telja það víst. Síra Guðmundur Jónsson kemur fyrst á sjónarsviðið
í skjölum árið 1529, svo sem Fornbréfasafnið sýnir. Hann verður
fljótt í metum hjá Ögmundi biskupi, svo sem ætla má eðlilegt um
velættaðan mann og e. t. v. reikningsglöggan svo sem föður sinn.
Hann var ráðsmaður á Skálholti árin 1530 og 1538, eftir því sem
segir í bréfabók Ögmundar biskups, :1) og raunar lengur, svo sem
sjá má af skjölum. 2) Guðmundur prestur og ráðsmaður, Jónsson,
sem virðist vera hinn eini síra Guðmundur Jónsson í Skálholts-
biskupsdæmi um þetta leyti, sem skjöl nefna, er að líkindum sá,
sem tók við Hrepphólum af síra Páli Egilssyni árið 1538. 3) Hann
er sá „síra Gvendur í Hólum“, sem síra Jón Egilsson segir í
biskupaannálum sínum, að hafi verið meðal helztu samtíðarmanna
Ogmundar biskups, enda segir hann, að hann hafi verið „afi síra
Gvendar í Bæ“, og á þá við síra Guðmund í Gaulverjabæ Gísla-
1) Safn til sögu íslands I, bls. 45.
1) D. I. VIII, 704 2) D. I. X, 96 3) D. I. X, 395-396
I*
Goðasteinn