Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 17

Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 17
Kona Jóns er ókunn, en af börnum hans þekkja menn nú síra Guðmund og Magnús. Síra Jón Egilsson segir í annálum sínum, að hann hafi samsett allan reikning Skálholts, „hvernig það menn skyldu hann reikna og niður setja hvert eftir annað; áður voru þeir í þeim reikningi uppá XIIIJ daga sex saman, sem þann reikn- ing tóku.“ Jón á Núpi hefur auðsjáanlega verið í miklu áliti. Síra Jón Egilsson hefur eflaust umsögn sína um hann beint frá síra Einari afa sínum, auk þess sem sagnir um Jón hafa lifað meðal manna í Árnesþingi. Jón virðist hafa verið reikningsglöggur með afbrigðum, og kemur manni það í hug, þegar minnzt er niðja hans, hins rímfróða síra Gísla Bjarnasonar. GUÐMUNDUR JÓNSSON. Dr. Hannes Þorsteinsson segir fullum fetum í Sýslumannaævum, IV, bls. 223, að síra Guðmundur í Hrepphólum hafi verið sonur Jóns á Núpi, Magnússonar. Það er ekkert líklegra en að þetta sé rétt, en ég veit hinsvegar ekki hvaðan hann hefur þessa vitneskju. Ef einhver heimild eldri en frá 18. öld skýrir frá þessu, má eflaust telja það víst. Síra Guðmundur Jónsson kemur fyrst á sjónarsviðið í skjölum árið 1529, svo sem Fornbréfasafnið sýnir. Hann verður fljótt í metum hjá Ögmundi biskupi, svo sem ætla má eðlilegt um velættaðan mann og e. t. v. reikningsglöggan svo sem föður sinn. Hann var ráðsmaður á Skálholti árin 1530 og 1538, eftir því sem segir í bréfabók Ögmundar biskups, :1) og raunar lengur, svo sem sjá má af skjölum. 2) Guðmundur prestur og ráðsmaður, Jónsson, sem virðist vera hinn eini síra Guðmundur Jónsson í Skálholts- biskupsdæmi um þetta leyti, sem skjöl nefna, er að líkindum sá, sem tók við Hrepphólum af síra Páli Egilssyni árið 1538. 3) Hann er sá „síra Gvendur í Hólum“, sem síra Jón Egilsson segir í biskupaannálum sínum, að hafi verið meðal helztu samtíðarmanna Ogmundar biskups, enda segir hann, að hann hafi verið „afi síra Gvendar í Bæ“, og á þá við síra Guðmund í Gaulverjabæ Gísla- 1) Safn til sögu íslands I, bls. 45. 1) D. I. VIII, 704 2) D. I. X, 96 3) D. I. X, 395-396 I* Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.