Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 94
Margir aðrir sáu og heyrðu til huldufólks á þeim slóðum, og vand-
lega var þess gætt að gera því ekkert til miska.
Fyrri sagan er skráð eftir sögn frú Sigríðar Sveinsdóttur frá
Sunnuhvoli í Hvolhreppi. Margrét Sveinsdóttir var langamma henn-
ar. Síðari sagan er skráð eftir sögnum í Mýrdal og mun þekkjast
þar í fleiri gerðum.
Listdómur frá 17. öld
Brynjólfur Sveinsson biskup er einn atkvæðamesti maður íslenzkr-
ar sögu. Visitazíubækur hans og bréfabækur kalla á framtak bók-
menntafélaga vorra framar mörgu öðru, sem þau láta lesendum í
té. Hér er lítill kafli úr visitazíugerð biskups í Holti undir Eyja-
fjöllum, 2. sept. 1662:
„Vera eiga fjórar klukkur, meðteknar eru þrjár, vantar fjórðu.
Hefur frá kirkjunni látin verið fyrir óþarfligt málverk, af sr. Sig-
urði Einarssyni og sr. Sigurði Oddssyni, í tíð herra Odds Einars-
sonar. Sýnist nú biskupnum þetta málverk bæði fornt og ónýtt og
aldrei af góðum kostum, utan af vatnsfarfa, vitandi og ei, hvort
þeir, sem klukkuna í burt fyrir málverkið fengu, hafi haft fulla magt
og myndugleik þar til, góðan klukkumálm fyrir óþarfligt vatnsfarfa
klíningsverk kirkjunni til skaða að selja“.
Leiðrétting
Leiðrétting: í þátt Þórarins Helgasonar í Þykkvabæ um Guðmund
Guðmundsson í síðasta Goðasteinshefti hefur sú villa komizt í
prentun að telja börn föður hans af fyrra hjónabandi tvö í stað
ellefu. Á þcssu er höfundur beðinn afsökunar.
92
Goðastehm