Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 32

Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 32
mætt var glatað, þar á meðal helgibækur Ansgars og gjafir keisar- ans til sænska konungsins. En áfram var haldið og nú landleiðina um villugjarna skóga og yfir stór, ókunn vötn, þar til að þeir um síðir náðu til Birka, er var verzlunarstaður Svía og stóð á Bjarkarev í Málarfljóti. Björn konungur tók vel við Ansgar og veitti honum, með sam- þykki ráðamanna í ríki sínu, leyfi til að kynna guðs orð og stofna söfnuo. Kjarni hins nýja safnaðar voru allmargir kristnir fangar, er sænskir víkingar höfðu tekið, en brátt létu einnig nokkrir Svíar skírast. Meðal Svía þeirra, er kristni tóku, er nefndur Hergeir jarl í Birka. Hefur trúboði Ansgars verið hinn mesti styrkur að svo voldugum manni. Hergeir jarl gerðist og brátt hinn mesti trúmaður og lét reisa kirkju á jörð sinni. Er það hin fyrsta kirkja, sem um getur á Norðurlöndum. Ansgar og félagi hans eru sagðir hafa kennt og predikað guðs orð en hvergi er þess getið, að þeir hafi ferðazt um, og virðast þeir því hafa haldið fast við hina fornu reglu Benediktsmunka, að trú- boð sé aðeins rekið með kynningu orðsins á einum stað af búsett- um presti. En þótt Ansgar gerði ekki víðreist í Svíþjóð, var samt árangurinn af starfi hans töluverður og myndaðist allstór söfnuður í Birka. Eftir eins og hálfs árs dvöl í Svíþjóð, sneru trúboðarnir aftur til Frakklands og höfðu meðferðis þakkarbréf Björns konungs til keis- arans. Hin árangursríka för Ansgars og vinsamlegt bréf konungsins juku mjög bjartsýni hjá keisaranum á trúboð meðal hinna heiðnu þjóða Norðurlanda. Útlit var nú fyrir, að kristnin hefði fest þar svo vel rætur, að keisarinn beið ekki boðanna með að koma þeirri skipun á kirkjumál þessara víkingaþjóða, sem vera bar. Afleiðingin var sú, að árið 831 var stofnaður erkibiskupsstóll í Hamborg. 1 hinu nýja erkibiskupsdæmi skyldu vera hin þýzku og vindsku héruð norðan Saxelfar og Norðurlöndin. Jafnframt stofnun hins nýja erkistóls, útnefndi keisarinn Ansgar til að vera þar erki- biskup, og mun það hafa þótt réttmæt viðurkenning fyrir vel unnin störf í hinum heiðnu löndum. Ævisaga Ansgars leggur hina mcstu áherzlu á að lýsa þeim áhuga og einhug, sem ríkt hafi á fjölmennu biskupamóti, er samþykkti ráðstafanir þessar. Mun sú þróttmikla 30 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.