Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 91
Ég er aftur snúinn,
ekki er reisan búin.
Labbar prestur lúinn,
langt í skafla sökkur,
krafturinn er svo klökkur.
Kemur senn, það sanna menn,
sjálfs hans ævirökkur.
Heimild: Frásögn frú Jensínu Björnsdóttur frá Gröf. Dr. PálE
Eggert Ólason: íslenzkar æviskrár.
III. Feigðarspá krumma
Langamma mín, Guðbjörg Jónsdóttir, var tvígift. Fyrri maður
hennar var Finnur Þorsteinsson frá Vatnsskarðshólum. Þau reistu
bú í Garðakoti í Mýrdal. Vorið 1816 var sveitarkarl settur niður hjá
þeim hjónum um tíma. Dag nokkurn fór Finnur suður í Dyrhólaey
að veiða lunda. Var þá veður fagurt. Þau Guðbjörg og karlinn
voru úti stödd litlu eftir brottför Finns. Á túninu, skammt frá þeim,
var gemlingahópur, scm þau hjónin áttu. Það bar þá til, að hrafn
kom heim að bænum, gargaði afskaplega og ýfði á sér hverja fjöð-
ur. Guðbjörgu varð að orði við karlinn: „Gaman væri að vita, hvað'
hrafninn er að segja núna“. Karlinn svaraði: „Þér þætti ekki gaman
að því, ef þú vissir, hvað hann er að segja. Hann er að segja, að
það sé fcigur helmingurinn af gemsunum á túninu og maðurinn þinn,
sem er að veiða suður í Ey“. Finnur var borinn heim lík um kvöld-
ið. Steinn hrapaði á hann við veiðina, og beið hann þegar bana.
Helmingurinn af gemlingunum drapst úr vanka um sumarið. Spá
krumma lét ekki að sér hæða.
Guðbjörg giftist síðar Arnoddi Jónssyni í Stóra-Dal í Mýrdal.
Dóttir þeirra var Þórunn amma mín, sem sagði mér þessa sögu.
Sögn Guðbjargar Sæmundsdóttur frá Stóra-Dal.
Godasteinn
89