Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 73
Guðmundur Skúlason á Keldum:
Endurvaktir viðburðir
Það er ef til vill vafasamt, hvort nokkur hreppur á íslandi hafi
verið eins vel skipaður bóndahjónum og Rangárvallahreppur var á
alllöngum tíma. Hér var athafnafólk, víðsýnt og viturt, höfðingjar
í sjón og raun. Þessu til staðfestu vil ég minnast á nokkra bændur,
sem sköruðu fram úr öðrum: Skúli Skúlason (f. 26. 4. 1861, d. 28. 2.
1932), prestur, prófastur og stórbóndi í Odda frá 1887-1918.
Sigurður Guðmundsson (f. 13. 8. 1861, d. 23. 7. 1917), fyrst bóndi
í Vetleifsholtshverfi (Helli) og þá um skeið sá fénaðarflesti á land-
inu. 1907 keypti hann Selalæk og var óðalsbóndi þar til dauðadags.
Sigurður var langt á undan samtíð sinni með ræktun og reisti á
Selalæk fyrsta steinhúsið á Suðurlandi, sem enn stendur með prýði.
í Búnaðarritið skrifaði Sigurður um búskap og búreikninga, sem
hann fékk tvívegis verðlaun fyrir.
Grímur Thorarensen (f. 30. 9. 1862, d. 24. 8. 1936), bjó fyrst á
Bjólu, keypti Vestri-Kirkjubæ 1891, óðalsbóndi þar til 1922. Hrepp-
stjóri og oddviti flest árin, stórbóndi, fjárríkastur allra íslenzkra
bænda um skeið, tíundaði 702 kindur 1911, vellríkur höfðingi.
Hjörtur Oddsson (f. 29. 8. 1845, d. 12. 3. 1921), óðalsbóndi í Eystri-
Kirkjubæ frá 1884, ti! dauðadags. Hann kvæntist 1884. Hjörtur var
snikkari að iðn og jafnframt forláta málari. Ber Keldnakirkja frá
1875 enn vitni snillings handbrögðum Hjartar.
Einar Jónsson (f. 18. n. 1868, d. 22. 10. 1932) óðalsbóndi á Vestri-
Geldingalæk frá 1897-1932, alþingismaður um mörg ár og oddviti,
mælskur, félagslyndur og vinsæll.
Tómas Böðvarsson (f. 24. 7. 1854, d. 6. 7. 1935), bóndi fyrst á Árbæ
1880, svo á Reyðarvatni. Var í sóknarnefnd og hreppsnefnd, búhag-
ur, fljótur að hjálpa í veikindum með hesta og fylgd.
Goðasteinn
71