Goðasteinn - 01.09.1965, Page 73

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 73
Guðmundur Skúlason á Keldum: Endurvaktir viðburðir Það er ef til vill vafasamt, hvort nokkur hreppur á íslandi hafi verið eins vel skipaður bóndahjónum og Rangárvallahreppur var á alllöngum tíma. Hér var athafnafólk, víðsýnt og viturt, höfðingjar í sjón og raun. Þessu til staðfestu vil ég minnast á nokkra bændur, sem sköruðu fram úr öðrum: Skúli Skúlason (f. 26. 4. 1861, d. 28. 2. 1932), prestur, prófastur og stórbóndi í Odda frá 1887-1918. Sigurður Guðmundsson (f. 13. 8. 1861, d. 23. 7. 1917), fyrst bóndi í Vetleifsholtshverfi (Helli) og þá um skeið sá fénaðarflesti á land- inu. 1907 keypti hann Selalæk og var óðalsbóndi þar til dauðadags. Sigurður var langt á undan samtíð sinni með ræktun og reisti á Selalæk fyrsta steinhúsið á Suðurlandi, sem enn stendur með prýði. í Búnaðarritið skrifaði Sigurður um búskap og búreikninga, sem hann fékk tvívegis verðlaun fyrir. Grímur Thorarensen (f. 30. 9. 1862, d. 24. 8. 1936), bjó fyrst á Bjólu, keypti Vestri-Kirkjubæ 1891, óðalsbóndi þar til 1922. Hrepp- stjóri og oddviti flest árin, stórbóndi, fjárríkastur allra íslenzkra bænda um skeið, tíundaði 702 kindur 1911, vellríkur höfðingi. Hjörtur Oddsson (f. 29. 8. 1845, d. 12. 3. 1921), óðalsbóndi í Eystri- Kirkjubæ frá 1884, ti! dauðadags. Hann kvæntist 1884. Hjörtur var snikkari að iðn og jafnframt forláta málari. Ber Keldnakirkja frá 1875 enn vitni snillings handbrögðum Hjartar. Einar Jónsson (f. 18. n. 1868, d. 22. 10. 1932) óðalsbóndi á Vestri- Geldingalæk frá 1897-1932, alþingismaður um mörg ár og oddviti, mælskur, félagslyndur og vinsæll. Tómas Böðvarsson (f. 24. 7. 1854, d. 6. 7. 1935), bóndi fyrst á Árbæ 1880, svo á Reyðarvatni. Var í sóknarnefnd og hreppsnefnd, búhag- ur, fljótur að hjálpa í veikindum með hesta og fylgd. Goðasteinn 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.