Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 43
Sigurðier ]. Árness, cettfrœðingur:
Feigðardra umur
Eftirfarandi draum dreymdi mig 5. nóvember 1908 í Hruna í Vest-
mannaeyjum: Ég þóttist ganga niður á Edinborgarbryggju og líta
á vélbátana, sem lágu þétt á innri legunni. Mér fannst nokkuð
skuggalegt um að litast. Skammt frá var vélbáturinn fsland. Þar log-
uðu sex ljós á hvorri síðu. Virtust ljósin á stjórnborða öllu skærari,
enda blöstu þau betur við mér. Ég hugsaði eitthvað á þá leið,
að gaman væri að koma til björtu ljósanna. Þá var sagt að bakl
mér: „Þar liggur ekki þín leið, maður. Sjáðu, hvað skeður“. Ljósin
á stjórnborða voru þá slökkt í snöggu kasti. Ég spurði: ,,Hver veld-
ur þessu“? Mér var svarað heldur höstuglega: „Veiztu það ekki,
maður, að þessi eru bæjarljósin"? Ég svara: „Því mega þau ekkí
sýna ljóma sinn“? Svarið kom að bragði: „Allt á takmörk".
Ljósin á bakborða gerðust nú mjög dauf, lýstu sem sagt ekki
neitt. Eftir örstutta bið heyrði ég sterkan hvin í lofti. Barst hann
yfir á höfnina og lenti á Islandinu. Hringsnerist það í sömu svipan,
hvolfdi og hvarf snögglega. Þóttist ég þá sjá sólina renna til viðar
og brá kvöldroðanum á skýin yfir Eyjafjallajökli. Ég hafði þá
yfir vísu:
Rennur sól í regins sal,
roða fól í skýjum.
Sveitin rólar sorgardal
þá sumir hjóla dauðans val.
1 sama bili þótti mér ganga yfir ógurlegt myrkur, svo ekki sást
handaskil. Var mér þá rétt hönd og sagt: „Þig skal Gvendur leiða“.
Þarna var þá kominn Guðmundur Sigurðsson frændi og fóstbróðir
minn. Fagnaði ég honum og þóttist heppinn að hljóta leiðsögn;
hans. Út frá þessu endaði draumurinn.
Goðasteiem
4i