Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 11
ríka, Guttormssonar, og konu hans Guðnýjar Þorleifsdóttur í Vatns-
firði, Árnasonar. Hann er enn ungur og ókvæntur 1471, væntanlega
um 25 ára. Hann er sennilega nýlega fluttur suður á land og seztur
á jarðeignir föður síns þar, væntanlega Dal undir Eyjafjöllum.
Ekkert er sennilegra en, að hann hafi haft hug á að kvænast hinni
ríku, ungu ekkju Þorsteins Helgasonar, Ragnheiði Eiríksdóttur, en
hann fékk meðbiðil, Magnús Jónsson, stórættaðan mann einnig,
hvernig svo sem ætt hans var farið, sem mæðginin Ólöf Loftsdóttir
og Þorleifur Björnsson studdu af alefli, og átti Þorleifur þá hægu'
aðstöðu, að fylgikona hans, Ingveldur Helgadóttir,(var systir Þor-
steins. Magnús hefur þá væntanlega verið nálægt 35 ára aldri. Hann
varð hlutskarpari. Þótt svo hafi orðið á yfirborðinu, að Þorvarður
og Magnús sættust, er ástríðublossinn undir niðri Ijós í sættar-
gerðinni, og brauzt hann brátt út. Jarðirnar Kross og Núp, sem
Ólöf og Þorleifur fengu Magnúsi til eignar, hafði Björn hirðstjóri
Þorleifsson keypt af Teiti Helgasyni, föður Narfa Teitssonar, sem
var annar aðalfrömuður að Krossreið, og er líklegt, að Narfa hafi
sviðið að hafa misst af þeim jörðum og því hafi hann kynnt undir
og eggjað Þorvarð til aðfarar að Magnúsi með sér.
Eflaust er sögnin hjá síra Jóni um hin ömurlegu endalok Þor-
varðar og félaga hans sönn. Gæfuleysið greip um sig hjá niðjum
Eiríks Loftssonar um skeið.
Brandur Sigurðsson, sýslumaður í Húnavatnsþingi, kveður í dóm
á Svínavatni 2. október 1464 um kæru Egils Grímssonar á hendur
Magnúsi Jónssyni fyrir það, að Magnús hefði ekki rekið lambfc
sitt á Eyvindarstaðaheiðar eða goldið toll eftir gömlum vana.
Egill lét lesa transskriftarbréf af úrskurði Einars lögmanns Gils-
sonar, er frjálslega heimilaði bændum milli Gönguskarðsár í Skaga-
firði fyrir vestan vötn og Laxár á Skagaströnd fyrir norðan Blöndu,
þá sem áttu 10 lömb eða fleiri, að reka lambfénað sinn um sumar
á Eyvindarstaðaafrétt en lúka Eyvindarstaðamönnum að hausti
eitt lamb af rekstri, er af fjalli kemur, svo framt sem þeir vilja
forðast þá sekt, sem við liggur að rjúfa lögmannsúrskurð. Magnús
var dæmdur skyldugur að lúka Agli fyrrnefndan fjalltoll og allir
bændur aðrir í fyrirsögðu takmarki ,,að frjálsu reka og lúka ofnefnd-
Goðasteínn
9