Goðasteinn - 01.09.1965, Side 11

Goðasteinn - 01.09.1965, Side 11
ríka, Guttormssonar, og konu hans Guðnýjar Þorleifsdóttur í Vatns- firði, Árnasonar. Hann er enn ungur og ókvæntur 1471, væntanlega um 25 ára. Hann er sennilega nýlega fluttur suður á land og seztur á jarðeignir föður síns þar, væntanlega Dal undir Eyjafjöllum. Ekkert er sennilegra en, að hann hafi haft hug á að kvænast hinni ríku, ungu ekkju Þorsteins Helgasonar, Ragnheiði Eiríksdóttur, en hann fékk meðbiðil, Magnús Jónsson, stórættaðan mann einnig, hvernig svo sem ætt hans var farið, sem mæðginin Ólöf Loftsdóttir og Þorleifur Björnsson studdu af alefli, og átti Þorleifur þá hægu' aðstöðu, að fylgikona hans, Ingveldur Helgadóttir,(var systir Þor- steins. Magnús hefur þá væntanlega verið nálægt 35 ára aldri. Hann varð hlutskarpari. Þótt svo hafi orðið á yfirborðinu, að Þorvarður og Magnús sættust, er ástríðublossinn undir niðri Ijós í sættar- gerðinni, og brauzt hann brátt út. Jarðirnar Kross og Núp, sem Ólöf og Þorleifur fengu Magnúsi til eignar, hafði Björn hirðstjóri Þorleifsson keypt af Teiti Helgasyni, föður Narfa Teitssonar, sem var annar aðalfrömuður að Krossreið, og er líklegt, að Narfa hafi sviðið að hafa misst af þeim jörðum og því hafi hann kynnt undir og eggjað Þorvarð til aðfarar að Magnúsi með sér. Eflaust er sögnin hjá síra Jóni um hin ömurlegu endalok Þor- varðar og félaga hans sönn. Gæfuleysið greip um sig hjá niðjum Eiríks Loftssonar um skeið. Brandur Sigurðsson, sýslumaður í Húnavatnsþingi, kveður í dóm á Svínavatni 2. október 1464 um kæru Egils Grímssonar á hendur Magnúsi Jónssyni fyrir það, að Magnús hefði ekki rekið lambfc sitt á Eyvindarstaðaheiðar eða goldið toll eftir gömlum vana. Egill lét lesa transskriftarbréf af úrskurði Einars lögmanns Gils- sonar, er frjálslega heimilaði bændum milli Gönguskarðsár í Skaga- firði fyrir vestan vötn og Laxár á Skagaströnd fyrir norðan Blöndu, þá sem áttu 10 lömb eða fleiri, að reka lambfénað sinn um sumar á Eyvindarstaðaafrétt en lúka Eyvindarstaðamönnum að hausti eitt lamb af rekstri, er af fjalli kemur, svo framt sem þeir vilja forðast þá sekt, sem við liggur að rjúfa lögmannsúrskurð. Magnús var dæmdur skyldugur að lúka Agli fyrrnefndan fjalltoll og allir bændur aðrir í fyrirsögðu takmarki ,,að frjálsu reka og lúka ofnefnd- Goðasteínn 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.