Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 58
Björn Guðmundsson frá Rauðnefsstöðum:
i
Kerlingin í Nípunni
Á árunum 1827-1879, eða í 52 ár, bjó á Rauðnefsstöðum á Rang-
árvöllum Þorgils Jónsson, Þorgilssonar á Reynifelli. Bjó þessi Jón
þar næst áður í 38 ár. Kona Þorgilsar var Þuríður Pálsdóttir. Hún
var greindasta konan, sem Jón forseti Sigurðsson fyrirhitti í sveit
á Islandi, enda las hún dönsku. Því var það, er Þuríði þótti Þorgils
gefa kúnum of knappt, að hann sagði: „Gefðu kúnum þínum dönsk-
una í ábæti“.
Þorgils var forspár og sá ýmislegt, sem öðrum var hulið. Haustið
1868 urðu vermenn úr Skaftártungu, Þorlákur í Gröf og félagar hans,
úti á Laufaleitum. Þorgils á Rauðnefsstöðum lagði sig í rökkrinu,
daginn sem vermennirnir lögðu af stað á syðra Fjallabaksveg. Þeg-
ar hann reis upp, sagði hann: „Bágt eiga mennirnir, sem eru að
hrekjast á afréttinum núna“. En það vissi enginn til, vestan afrétta,
að nokkur maður væri á ferð á afréttinum á þeim árstíma. Seinna
fóru að koma spurnir um það austan úr Skaftártungu, hvort nokkur
hefði orðið var við vermennina, sem átt hefðu að koma til byggða
á Rauðnefsstöðum eða Fossi á Rangárvöllum. Bein þeirra fundust
tíu árum seinna, svo sem kunnugt er.
Eitt sinn kom Guðmundur faðir minn að Rauðnefsstöðum, þá
unglingur á Reynifelli. Þorgils var þá að byggja eða endurbyggja
stóra skemmu vel viðaða, með stöfum og bitum og lofti yfir, hið
ágætasta hús. Þá sagði Þorgils: „Ég er nú að byggja þessa skemmu
handa þér, Gummi minn“. Þetta reyndist rétt, því faðir minn bjó
á Rauðnefsstöðum löngu seinna í sex ár, 1884-1890, en drukknaði
þá á Eyrarbakka, þann 12. apríl.
Margt ficira var haft eftir Þorgilsi, en væri hann spurður, hvernig
56
Goðaste'mn