Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 47

Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 47
mjög. Hún var frjálsmannleg í framgöngu og sópaði að henni. Hún þótti hafa líknarhendur, enda farnaðist henni hvarvetna vel í starfi. Oft var leitað til hennar um ráð og liðsinni, er sjúkleika bar að höndum, en langt til læknis af þessum slóðum og vötn oft viðsjál. Um skeið var héraðslæknir ekki nær en á Rangárvöllum. Kristín hjálpaði stundum skepnum, er erfiðlega gekk um burð, en þá var eigi dýralæknir austanfjalls. Bakkahjón höfðu jafnan nokkuð mannmargt heimili, vinnufólk, vandalaust, var hjá þeim, og barnahópurinn óx með árunum. Börn þeirra urðu átta: a) Þórður gagnfr. barnakennari á Hellu, kvæntur Matthildi Jóhannesdóttur. b) Sigurður búfr. bóndi í Hrafnhólum á Kjalarnesi, ókv. c) Lcifur járnsmiður, Vinjum, Mosfellssveit, ókv. d) Anna Jórunn skurðstofuhjúkrunarkona, Reykjavík, óg. e) Guðni húsgagnasmiður (d. 1941), kv. Helgu Sveinsdóttur, áttu eina dóttur. f) Björn Magnús smiður og búfr., smíðakennari Reykjavík, kv. Kristínu Jónsdóttur, eiga þrjá sonu. g) Kristín fyrrv. ljósmóðir í Vík í Mýrdal, lét af störfum vegna vanhcilsu, gift Sigurði Gunnarssyni. h) Katrín starfandi ljósmóðir í Vík, g. Þorsteini ísleifssyni, eiga tvö börn. Þær Kristín og Katrín eru tvíburasystur. Kristín og Loftur ólu upp, auk barna sinna, tvo bræður: Sigurð og Kristján, sonu hjóna á Tjörnum, Einars bónda Jónssonar og Krist bjargar Guðmundsdóttur. Höfðu þau verið í vist á Bakka, áður en þau hófu búskap á Tjörnum. Tclpa úr Reykjavík, Erla Sigurðar- dóttir, var einnig í fóstri á Bakka. Jafnan voru kaupstaðarbörn í sumardvöl þar, oft fleiri sumur þau sömu. Kristín var góð húsmóðir, stjórnsöm og starfsöm, þótti, sem kallað er, að verkin lékju í höndum henni. Móðurhlutverkinu mun hún hafa gegnt á þá lund, sem Einar Benediktsson lýsir: Móðurhönd, sem vögguvéin rækir, vegaljósið býr til fjærstu strandar. Og ekki gleymdu þau Bakkahjónin vinnufólki, sem hjá þeim hafði unnið; er hér áður sagt eitt dæmi um slíkan stuðning þeirra. Goðasteinn 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.