Goðasteinn - 01.09.1965, Side 47
mjög. Hún var frjálsmannleg í framgöngu og sópaði að henni.
Hún þótti hafa líknarhendur, enda farnaðist henni hvarvetna vel í
starfi. Oft var leitað til hennar um ráð og liðsinni, er sjúkleika bar
að höndum, en langt til læknis af þessum slóðum og vötn oft viðsjál.
Um skeið var héraðslæknir ekki nær en á Rangárvöllum.
Kristín hjálpaði stundum skepnum, er erfiðlega gekk um burð,
en þá var eigi dýralæknir austanfjalls.
Bakkahjón höfðu jafnan nokkuð mannmargt heimili, vinnufólk,
vandalaust, var hjá þeim, og barnahópurinn óx með árunum. Börn
þeirra urðu átta:
a) Þórður gagnfr. barnakennari á Hellu, kvæntur Matthildi
Jóhannesdóttur.
b) Sigurður búfr. bóndi í Hrafnhólum á Kjalarnesi, ókv.
c) Lcifur járnsmiður, Vinjum, Mosfellssveit, ókv.
d) Anna Jórunn skurðstofuhjúkrunarkona, Reykjavík, óg.
e) Guðni húsgagnasmiður (d. 1941), kv. Helgu Sveinsdóttur, áttu
eina dóttur.
f) Björn Magnús smiður og búfr., smíðakennari Reykjavík, kv.
Kristínu Jónsdóttur, eiga þrjá sonu.
g) Kristín fyrrv. ljósmóðir í Vík í Mýrdal, lét af störfum vegna
vanhcilsu, gift Sigurði Gunnarssyni.
h) Katrín starfandi ljósmóðir í Vík, g. Þorsteini ísleifssyni, eiga
tvö börn. Þær Kristín og Katrín eru tvíburasystur.
Kristín og Loftur ólu upp, auk barna sinna, tvo bræður: Sigurð
og Kristján, sonu hjóna á Tjörnum, Einars bónda Jónssonar og Krist
bjargar Guðmundsdóttur. Höfðu þau verið í vist á Bakka, áður en
þau hófu búskap á Tjörnum. Tclpa úr Reykjavík, Erla Sigurðar-
dóttir, var einnig í fóstri á Bakka. Jafnan voru kaupstaðarbörn í
sumardvöl þar, oft fleiri sumur þau sömu.
Kristín var góð húsmóðir, stjórnsöm og starfsöm, þótti, sem
kallað er, að verkin lékju í höndum henni. Móðurhlutverkinu mun
hún hafa gegnt á þá lund, sem Einar Benediktsson lýsir:
Móðurhönd, sem vögguvéin rækir,
vegaljósið býr til fjærstu strandar.
Og ekki gleymdu þau Bakkahjónin vinnufólki, sem hjá þeim
hafði unnið; er hér áður sagt eitt dæmi um slíkan stuðning þeirra.
Goðasteinn
45