Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 107
unglingur, lærði ég þessar vísur, sem sagt var, að ortar væru um
þau hjón:
Nýtur bóndi á Nýjabænum,
nafnfrægur hjá görpum vænum,
þenna tel ég þegna val.
Laus er hann við að lasta aðra,
langt frá því að kjafta og slaðra.
Flærðin aldrei finnst hjá hal.
Konan er sem kertaljósið,
kann sú inna og finna hrósið,
oftast nær í orðum fín.
Þegar þangað rekkar renna,
raunabyrði sína að grenna,
hún er að blessa börnin sín.
Ég sendi Goðasteini þetta að gamni mínu með kveðju“. Ritið
þakkar Einari, hinum aldna fræðaþul, þessa ágætu kveðju.
Frú Guðbjörg Jónasdóttir á Skiðbakka í Landeyjutn skrifar: „Ég
þakka Goðasteini fyrir allt fróðlegt og skemmtilegt, sem hann flytur
okkur. Ég hlakka alltaf til, þegar von er á næsta hefti. Sérstaklega
minnist ég frásagnarinnar um Kunningja í Holti. Ég las hana oftar
en einu sinni. Ég man svo vel eftir honum. Hann kom alltaf á
heimili foreldra minna, þegar hann var að heimsækja Guðbrand
Magnússon, þá í Hallgeirsey, og fékk stundum fylgd. Við krakk-
arnir fengum hann til að syngja með okkur, og þá var alltaf byrjað
á að syngja: „Gamli Jón í Gvendarhúsi gekk þar fyrstur inn“, o. s.
frv. Og allir sungu við raust, því Kunningi kom öllum í gott skap“.
Góður vinur, Guðlaugur E. Einarsson í Hafnarfirði, hefur sent
þessa kveðju: „Guðað er á glugga. „Hér sé guð. Sælt veri fólkið“.
„Guð blessi þig. Hver er maðurinn"? „Goðasteinn heiti ég“. „Fá-
gætt nafn. Og átt hvar heima“? „I Skógum undir Eyjafjöllum“ (og
má heyra drýgindi í rómnum). „Rétt er það. Vinnumaður þeirra
Skógamanna"? „Ekki vil ég segja það, en á þeirra vegum er ég og
líkar vel“. „Get ég fengið hér gistingu“? „Sjálfsagt. Gerðu svo vel
og gakk í bæinn“.
Gesturinn ber það með sér, að hann sé snyrtimenni. Hann hefur
105
Goðasteinn